Furðar sig á að VG afhendi „íhaldinu“ umhverfis- og loftlagsmálin Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 20:04 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, á fundi samfylkingarfólks árið 2014. Vísir/Stöð 2 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, furðar sig á að Vinstri græn skuli afhenda „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmálin í nýrri ríkisstjórn. Þá gagnrýnir hún að flokkarnir fjölgi ráðuneytum, þvert á tillögu í rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunið. Vinstri græn afsöluðu sér stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokknum í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins sem var formlega kynnt í gær. Ráðuneytum var fjölgað um eitt, þau verða nú tólf en voru ellefu áður. Þessa verkaskiptingu gagnrýnir Jóhanna, sem leiddi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á eftirhrunsárunum 2009 til 2013, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bendir á að í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 hafi verið lagt til að ráðuneytum væri fækkað og þau stækkuð því mörg þeirra væru of lítil og vanmáttug til að takast á við verkefni sín. Eftir því hafi ríkisstjórn Jóhönnu farið og fækkað ráðherrum niður í átta. „Þessi ríkisstjórn undir forystu VG gefur þessari tillögu langt nef og bæði [klýfur] upp ráðneyti og fjölgar,“ skrifar Jóhanna. Íhaldið barist gegn rammaáætlun í áratug Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýtt orku- og loftslagsmálaráðuneyti. Segir hún það vekja furðu að VG hafi afhent „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmál í ljósi þess að það hafi barist gegn rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda kröftuglega í heilan áratug. „Og ekki síður að íhaldið mun einnig fara með loftslagsmálin, en aðgerðir á því sviði munu geta ráðið úrslitum um hvort lífvænlegt verður á jörðinni í náinni framtíð,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er að því að ljúka rammaáætlun á þessu kjörtímabili í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Vinstri græn afsöluðu sér stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokknum í nýrri ríkisstjórn flokkanna tveggja og Framsóknarflokksins sem var formlega kynnt í gær. Ráðuneytum var fjölgað um eitt, þau verða nú tólf en voru ellefu áður. Þessa verkaskiptingu gagnrýnir Jóhanna, sem leiddi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á eftirhrunsárunum 2009 til 2013, á Facebook-síðu sinni í dag. Hún bendir á að í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 hafi verið lagt til að ráðuneytum væri fækkað og þau stækkuð því mörg þeirra væru of lítil og vanmáttug til að takast á við verkefni sín. Eftir því hafi ríkisstjórn Jóhönnu farið og fækkað ráðherrum niður í átta. „Þessi ríkisstjórn undir forystu VG gefur þessari tillögu langt nef og bæði [klýfur] upp ráðneyti og fjölgar,“ skrifar Jóhanna. Íhaldið barist gegn rammaáætlun í áratug Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýtt orku- og loftslagsmálaráðuneyti. Segir hún það vekja furðu að VG hafi afhent „íhaldinu“ umhverfis- og loftslagsmál í ljósi þess að það hafi barist gegn rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda kröftuglega í heilan áratug. „Og ekki síður að íhaldið mun einnig fara með loftslagsmálin, en aðgerðir á því sviði munu geta ráðið úrslitum um hvort lífvænlegt verður á jörðinni í náinni framtíð,“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er að því að ljúka rammaáætlun á þessu kjörtímabili í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira