Samstarf í þingnefndum hafi gengið illa á síðasta kjörtímabili Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 29. nóvember 2021 21:31 Sigurður Ingi segir samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa gengið illa síðast. Stöð 2 Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir það rökrétt framhald af slæmri samvinnu meðal stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í nefndum. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnarandstöðunnar um málið. Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira