34 titlar á 33 árum en missti af eina Evrópuleiknum af því að hann „dó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 10:01 „Hörður Davíð Harðarson ræðir við Gaupa. Skjámynd/S2 Sport Ef að það er eitthvað sem er öruggt þá er það að Hörður Davíð Harðarson sé á bekknum hjá karlaliði Hauka í handboltanum. Þar hefur hann verið í 33 ár nánast án undantekninga. Gaupi ræddi við þennan mikla meistara. „Hörður Davíð Harðarson, liðstjóri Hauka í Olís deild karla hefur verið liðstjóri Hauka frá árinu 1988 en þá var Ísland að keppa á Ólympíuleikunum í Seúl. Hann hefur unnið með öllum þjálfurum Hauka nema einum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í Eina innslagi sínu í Seinni bylgjunni í gær. Hefur unnið með þrettán þjálfurum Hauka Skjámynd/S2 Sport „Síðasti þjálfari hjá Haukum sem ekki þurfti að hafa mig sem liðstjóra er Andrés Kristjánsson, pabbi Kristjáns Andréssonar sem tók svo við sænska landsliðinu. Það er orðið ansi, ansi langt síðan,“ sagði Hörður Davíð Harðarson. „Ég var að telja þetta sirka og að þetta séu orðnir þrettán þjálfarar sem ég er búinn að vera með,“ sagði Hörður en Gaupi vildi fá að vita hver þeirra hafi verið erfiðastur. Viggó hreinsaði vel út „Þegar Viggó kom þá var búinn að vera svolítill firmabragur á þessu. Þegar Viggó kemur var hann búin að vera í þessu Víkingsliði og búinn að þjálfa FH í þrjú ár. Það var gott að ná honum inn sem þjálfara hérna því hann fór alveg í hreinsunarstarf. Hann tók alla hobbý-karlana og henti þeim út og annað. Hann byrjaði upp á nýtt og byrjaði á því sem Haukarnir eru að gera í dag,“ sagði Hörður. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi ræddi við liðstjóra Hauka síðustu 33 ár „Það voru ekki allir sáttir við þetta þegar gamalgrónir karlar voru látnir fara en ef þeir voru ekki með þennan hugsunarhátt sem Viggó var með þá hreinsaði hann vel út,“ sagði Hörður. Titlarnir hjá Herði sem liðstjóra Haukanna eru núna orðnir 34 talsins. „Þetta hlýtur að vera Íslandsmet,“ spurði Gaupi. Allir í Haukum segja að það sé titill númer eitt, tvö og þrjú „Veggurinn hérna frammi segir 29 en það er af því að við Haukarnir erum ekki með deilarbikarana þar. Miðað við það sem stendur á HSÍ síðunni þá eru þeir orðnir 34,“ sagði Hörður en hver er skemmtilegasti titilinn? Skjámynd/S2 Sport „Það hlýtur að hafa verið árið 2000. Þá vorum við búnir að vera berjast og búnir að ganga í gegnum alls konar vonbrigði. Við höfðum oft verið nálægt því frá því að ég byrjaði 1989. Svo þegar þetta datt inn á Strandgötunni á móti Fram þá var það alveg svakalega flott. Ég held að það segi það allir í Haukum að það sé titill númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Hörður. Gaupi fékk Hörð Davíð til að segja hver hafi verið besti leikmaður Haukanna á þessum 33 árum hans sem liðstjóra liðsins. „Baumruk kom hérna inn með nýjan hugsunarhátt. Kom hérna frá Dukla Prag með atvinnumannahugsunina. Hann var mjög góður og kom þessu inn hjá strákunum. Hann var líka með hörku í vörninni. Síðan var Dóri Ingólfs alltaf seigur. Hann skoraði þrettán eða fjórtán mörk á móti Barcelona í Barcelona og hlýtur að vera í topp tveimur eða þremur hjá Haukum sem besti leikmaðurinn,“ sagði Hörður. Ásgeir Örn lenti illa í Viggó Skjámynd/S2 Sport „Ásgeir Örn lenti svolítið illa í Viggó í fyrsta leiknum því þá var Halldór Ingólfs að spila og hann var kóngurinn þá. Það voru engar líkur á því að Ásgeir færi inn á og hann sat bara í utan yfir gallanum á bekknum. Síðan var Dóri búinn að klikka tvisvar og Viggó tók hárblásarann á Dóra og kallaði á Ásgeir: Drífðu þig inn á völlinn, þú verður að fara að spila. Þá byrjaði Ásgeir að fara úr gallanum. Hann var heillengi að fara úr buxunum og græja þetta allt saman. Viggó hundskammaði hann: Þú átt að vera tilbúinn strákur. Það var alveg sama þótt hann væri sextán ára og að þetta væri fyrsti leikurinn því menn fengu enga miskunn hjá Haukum. Hann fór ekkert inn á enda skoraði Dóri í næstu sókn á eftir og það þurfti ekki að skipta honum útaf,“ rifjaði Hörður upp. „Ég hef aldrei verið varamaður“ „Síðan þegar Viggó var búinn að hella sér yfir hann og Ásgeir var hálfniðurbrotinn þá hvíslaði hann að mér: Ég hef aldrei verið varamaður,“ sagði Hörður. „Liðstjóri Hauka hefur verið með í 114 Evrópuleikjum. Hann reyndar missti af einum. Hvers vegna? Jú, hann dó,“ sagði Guðjón sem leiðrétti sig svo að Evrópuleikirnir væru bara 107 en það er ekki nema að vona að menn gleymi einhverju þegar menn deyja. „Ég var í vinnunni að hlaupa á milli funda og reyna að ganga frá því þar sem við vorum að fara til Allingsås daginn eftir. Svo allt í einu datt ég út og dó en þeir í vinnunni voru snöggir og komu mér upp á spítala,“ sagði Hörður. Einu skilaboðin til konunnar voru að breyta flugmiðanum „Ég er mjög skipulagður maður og var búinn að pakka niður kvöldið áður. Matthías Árni fór fyrir mig og þurfti bara að taka snyrtitöskuna mína út,“ sagði Hörður. „Ég held að hann sé enn að hlæja að mér hjartalæknirinn því ég þyki vera frekar nískur og sparsamur maður fyrir hönd Haukana. Þegar ég var að klára þræðinguna þá kom hjartalæknirinn og sagði að konan mín væri frammi. Hann spurði hvort ég vildi senda skilaboð fram og einu skilaboðin sem hún fékk fram var að hringja í Gunna Mag og segja að það þurfi að breyta flugmiðanum,“ sagði Hörður. Seinni bylgjan Haukar Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
„Hörður Davíð Harðarson, liðstjóri Hauka í Olís deild karla hefur verið liðstjóri Hauka frá árinu 1988 en þá var Ísland að keppa á Ólympíuleikunum í Seúl. Hann hefur unnið með öllum þjálfurum Hauka nema einum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í Eina innslagi sínu í Seinni bylgjunni í gær. Hefur unnið með þrettán þjálfurum Hauka Skjámynd/S2 Sport „Síðasti þjálfari hjá Haukum sem ekki þurfti að hafa mig sem liðstjóra er Andrés Kristjánsson, pabbi Kristjáns Andréssonar sem tók svo við sænska landsliðinu. Það er orðið ansi, ansi langt síðan,“ sagði Hörður Davíð Harðarson. „Ég var að telja þetta sirka og að þetta séu orðnir þrettán þjálfarar sem ég er búinn að vera með,“ sagði Hörður en Gaupi vildi fá að vita hver þeirra hafi verið erfiðastur. Viggó hreinsaði vel út „Þegar Viggó kom þá var búinn að vera svolítill firmabragur á þessu. Þegar Viggó kemur var hann búin að vera í þessu Víkingsliði og búinn að þjálfa FH í þrjú ár. Það var gott að ná honum inn sem þjálfara hérna því hann fór alveg í hreinsunarstarf. Hann tók alla hobbý-karlana og henti þeim út og annað. Hann byrjaði upp á nýtt og byrjaði á því sem Haukarnir eru að gera í dag,“ sagði Hörður. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi ræddi við liðstjóra Hauka síðustu 33 ár „Það voru ekki allir sáttir við þetta þegar gamalgrónir karlar voru látnir fara en ef þeir voru ekki með þennan hugsunarhátt sem Viggó var með þá hreinsaði hann vel út,“ sagði Hörður. Titlarnir hjá Herði sem liðstjóra Haukanna eru núna orðnir 34 talsins. „Þetta hlýtur að vera Íslandsmet,“ spurði Gaupi. Allir í Haukum segja að það sé titill númer eitt, tvö og þrjú „Veggurinn hérna frammi segir 29 en það er af því að við Haukarnir erum ekki með deilarbikarana þar. Miðað við það sem stendur á HSÍ síðunni þá eru þeir orðnir 34,“ sagði Hörður en hver er skemmtilegasti titilinn? Skjámynd/S2 Sport „Það hlýtur að hafa verið árið 2000. Þá vorum við búnir að vera berjast og búnir að ganga í gegnum alls konar vonbrigði. Við höfðum oft verið nálægt því frá því að ég byrjaði 1989. Svo þegar þetta datt inn á Strandgötunni á móti Fram þá var það alveg svakalega flott. Ég held að það segi það allir í Haukum að það sé titill númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Hörður. Gaupi fékk Hörð Davíð til að segja hver hafi verið besti leikmaður Haukanna á þessum 33 árum hans sem liðstjóra liðsins. „Baumruk kom hérna inn með nýjan hugsunarhátt. Kom hérna frá Dukla Prag með atvinnumannahugsunina. Hann var mjög góður og kom þessu inn hjá strákunum. Hann var líka með hörku í vörninni. Síðan var Dóri Ingólfs alltaf seigur. Hann skoraði þrettán eða fjórtán mörk á móti Barcelona í Barcelona og hlýtur að vera í topp tveimur eða þremur hjá Haukum sem besti leikmaðurinn,“ sagði Hörður. Ásgeir Örn lenti illa í Viggó Skjámynd/S2 Sport „Ásgeir Örn lenti svolítið illa í Viggó í fyrsta leiknum því þá var Halldór Ingólfs að spila og hann var kóngurinn þá. Það voru engar líkur á því að Ásgeir færi inn á og hann sat bara í utan yfir gallanum á bekknum. Síðan var Dóri búinn að klikka tvisvar og Viggó tók hárblásarann á Dóra og kallaði á Ásgeir: Drífðu þig inn á völlinn, þú verður að fara að spila. Þá byrjaði Ásgeir að fara úr gallanum. Hann var heillengi að fara úr buxunum og græja þetta allt saman. Viggó hundskammaði hann: Þú átt að vera tilbúinn strákur. Það var alveg sama þótt hann væri sextán ára og að þetta væri fyrsti leikurinn því menn fengu enga miskunn hjá Haukum. Hann fór ekkert inn á enda skoraði Dóri í næstu sókn á eftir og það þurfti ekki að skipta honum útaf,“ rifjaði Hörður upp. „Ég hef aldrei verið varamaður“ „Síðan þegar Viggó var búinn að hella sér yfir hann og Ásgeir var hálfniðurbrotinn þá hvíslaði hann að mér: Ég hef aldrei verið varamaður,“ sagði Hörður. „Liðstjóri Hauka hefur verið með í 114 Evrópuleikjum. Hann reyndar missti af einum. Hvers vegna? Jú, hann dó,“ sagði Guðjón sem leiðrétti sig svo að Evrópuleikirnir væru bara 107 en það er ekki nema að vona að menn gleymi einhverju þegar menn deyja. „Ég var í vinnunni að hlaupa á milli funda og reyna að ganga frá því þar sem við vorum að fara til Allingsås daginn eftir. Svo allt í einu datt ég út og dó en þeir í vinnunni voru snöggir og komu mér upp á spítala,“ sagði Hörður. Einu skilaboðin til konunnar voru að breyta flugmiðanum „Ég er mjög skipulagður maður og var búinn að pakka niður kvöldið áður. Matthías Árni fór fyrir mig og þurfti bara að taka snyrtitöskuna mína út,“ sagði Hörður. „Ég held að hann sé enn að hlæja að mér hjartalæknirinn því ég þyki vera frekar nískur og sparsamur maður fyrir hönd Haukana. Þegar ég var að klára þræðinguna þá kom hjartalæknirinn og sagði að konan mín væri frammi. Hann spurði hvort ég vildi senda skilaboð fram og einu skilaboðin sem hún fékk fram var að hringja í Gunna Mag og segja að það þurfi að breyta flugmiðanum,“ sagði Hörður.
Seinni bylgjan Haukar Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira