„Hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap“ Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2021 13:00 Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja rauða spjaldið fara of oft á loft í Olís-deild karla. Stöð 2 Sport „Annað hvort kallar brotið á tveggja mínútna brottvísun eða rautt spjald. Þú getur ekki dæmt það út frá því hvort að leikmaðurinn meiddi sig eða ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson í heitum umræðum í Seinni bylgjunni um rauð spjöld í Olís-deild karla í handbolta. Þeir Róbert, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson voru hjartanlega sammála um það að dómarar í Olís-deildinni væru of gjarnir á að lyfta rauða spjaldinu. Þeir gáfu lítið fyrir þau rök að horfa ætti til afleiðinga brota. Í botnslag Víkings og HK í gær fór rauða spjaldið á loft um miðjan fyrri hálfleik þegar Hjörtur Ingi Halldórsson úr HK var rekinn af velli fyrir brot á Styrmi Sigurðarsyni. „Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ „Mér finnst þetta persónulega ekki vera rautt. Samkvæmt nýjustu reglum er þetta kannski rautt þegar verið er að horfa til afleiðinga. Ef við förum á fyrirlestur hjá dómaranefndinni þá geta þeir pottþétt réttlætt þetta, en hvað á varnarmaðurinn að gera?“ spurði Róbert en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um rauð spjöld Ásgeir tók í sama streng: „Hann er fyrir framan manninn allan tímann, þeir detta báðir og hinn er á fleygiferð. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið rautt spjald. Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ spurði Ásgeir sem óttast að leikaraskapur verði meira áberandi ef dæma eigi út frá afleiðingum brota: „Menn eru alltaf að tala um þessar afleiðingar og hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap. Við sjáum menn detta, vera eins og stunginn grís, bíða eftir því hvað dómarinn ætlar að gera og dómarinn bíður bara eftir viðbrögðum leikmannsins sem er meiddur. Þá fáum við bara ennþá fleiri rauð spjöld,“ sagði Ásgeir. „Allt of mörg rauð spjöld“ Í þættinum voru rifjuð upp fleiri rauð spjöld, sem Þrándur Gíslason úr Aftureldingu, Rúnar Kárason og Ólafur Gústafsson fengu. „Mér finnst bara komin allt, allt of mörg rauð spjöld,“ sagði Róbert. „Ég er sammála. Við erum búnir að færa línuna allt of neðarlega í þessum rauðu spjöldum. Leikurinn verður ekki eins skemmtilegur fyrir vikið. Í leik Víkings og HK er þetta risaákvörðun. Á 16. mínútu taka þeir einn besta leikmann HK bara út, í rauninni fyrir að lenda í aðstæðum sem eru slysalegar,“ sagði Ásgeir og Róbert bætti við: „Þetta býður upp á það að menn fari að krydda. Svo leikur einhver að hann sé geðveikt meiddur og þá er það rautt af því að hann meiddi sig svo mikið. Þetta er komið út í öfgar.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
Þeir Róbert, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson voru hjartanlega sammála um það að dómarar í Olís-deildinni væru of gjarnir á að lyfta rauða spjaldinu. Þeir gáfu lítið fyrir þau rök að horfa ætti til afleiðinga brota. Í botnslag Víkings og HK í gær fór rauða spjaldið á loft um miðjan fyrri hálfleik þegar Hjörtur Ingi Halldórsson úr HK var rekinn af velli fyrir brot á Styrmi Sigurðarsyni. „Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ „Mér finnst þetta persónulega ekki vera rautt. Samkvæmt nýjustu reglum er þetta kannski rautt þegar verið er að horfa til afleiðinga. Ef við förum á fyrirlestur hjá dómaranefndinni þá geta þeir pottþétt réttlætt þetta, en hvað á varnarmaðurinn að gera?“ spurði Róbert en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um rauð spjöld Ásgeir tók í sama streng: „Hann er fyrir framan manninn allan tímann, þeir detta báðir og hinn er á fleygiferð. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið rautt spjald. Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ spurði Ásgeir sem óttast að leikaraskapur verði meira áberandi ef dæma eigi út frá afleiðingum brota: „Menn eru alltaf að tala um þessar afleiðingar og hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap. Við sjáum menn detta, vera eins og stunginn grís, bíða eftir því hvað dómarinn ætlar að gera og dómarinn bíður bara eftir viðbrögðum leikmannsins sem er meiddur. Þá fáum við bara ennþá fleiri rauð spjöld,“ sagði Ásgeir. „Allt of mörg rauð spjöld“ Í þættinum voru rifjuð upp fleiri rauð spjöld, sem Þrándur Gíslason úr Aftureldingu, Rúnar Kárason og Ólafur Gústafsson fengu. „Mér finnst bara komin allt, allt of mörg rauð spjöld,“ sagði Róbert. „Ég er sammála. Við erum búnir að færa línuna allt of neðarlega í þessum rauðu spjöldum. Leikurinn verður ekki eins skemmtilegur fyrir vikið. Í leik Víkings og HK er þetta risaákvörðun. Á 16. mínútu taka þeir einn besta leikmann HK bara út, í rauninni fyrir að lenda í aðstæðum sem eru slysalegar,“ sagði Ásgeir og Róbert bætti við: „Þetta býður upp á það að menn fari að krydda. Svo leikur einhver að hann sé geðveikt meiddur og þá er það rautt af því að hann meiddi sig svo mikið. Þetta er komið út í öfgar.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira