Batnandi jörð er best að lifa Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:00 Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar