Börn eru að meðaltali 29 mánaða þegar þau hefja dvöl á leikskólum Reykjavíkur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2021 15:29 Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Á þessum 3 árum sem spurningunni hefur ekki verið svarað hafa gríðarlega margir sett sig í samband við mig og lýst því hversu lengi þeir þurfa að bíða eftir plássi í leikskólum Reykjavíkur, margir hafa gefist upp og flutt í nágranna sveitarfélög þar sem börn þeirra komast fyrr að á leikskólum. Nú er svarið komið og það slær mann illa, í svarinu segir „Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman 25. október 2021 var meðalaldur barna við inntöku 29 mánaða.“ Á kjörtímabilinu hefur meirihlutanum því tekist að hækka meðalaldur leikskólabarna þegar þau hefja dvöl úr 26 mánuðum líkt og hann var árið 2018 í 29 mánuði árið 2021. Þetta er dapurleg staðreynd, nú er klukkan korter í kosningar og ég reikna ekki með neinu öðru en að við förum að sjá endurunninn loforð frá meirihlutaflokkunum um betri þjónustu við barnafjölskyldur þar sem börn komist fyrr að á leikskólum. Loforð sem ekki hefur tekist að uppfylla síðustu kjörtímabil þrátt fyrir fögur fyrirheit. Börn eiga ekki heima á biðlistum og sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber skilda til að reka þarf að vera skammlaus. Það er ljóst að meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist það verkefni líkt og flokkar innan hans hafa ítrekað lofað kosningar eftir kosningar. Yngri börn eru ekki að komist að á leikskólum Reykjavíkur, heldur bíða þau á biðlistum þangað til þau nálgast þriggja ára aldur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Á þessum 3 árum sem spurningunni hefur ekki verið svarað hafa gríðarlega margir sett sig í samband við mig og lýst því hversu lengi þeir þurfa að bíða eftir plássi í leikskólum Reykjavíkur, margir hafa gefist upp og flutt í nágranna sveitarfélög þar sem börn þeirra komast fyrr að á leikskólum. Nú er svarið komið og það slær mann illa, í svarinu segir „Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman 25. október 2021 var meðalaldur barna við inntöku 29 mánaða.“ Á kjörtímabilinu hefur meirihlutanum því tekist að hækka meðalaldur leikskólabarna þegar þau hefja dvöl úr 26 mánuðum líkt og hann var árið 2018 í 29 mánuði árið 2021. Þetta er dapurleg staðreynd, nú er klukkan korter í kosningar og ég reikna ekki með neinu öðru en að við förum að sjá endurunninn loforð frá meirihlutaflokkunum um betri þjónustu við barnafjölskyldur þar sem börn komist fyrr að á leikskólum. Loforð sem ekki hefur tekist að uppfylla síðustu kjörtímabil þrátt fyrir fögur fyrirheit. Börn eiga ekki heima á biðlistum og sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber skilda til að reka þarf að vera skammlaus. Það er ljóst að meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist það verkefni líkt og flokkar innan hans hafa ítrekað lofað kosningar eftir kosningar. Yngri börn eru ekki að komist að á leikskólum Reykjavíkur, heldur bíða þau á biðlistum þangað til þau nálgast þriggja ára aldur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar