Velferðarþjónustan grípur boltann Björn Bjarki Þorsteinsson, María FJóla Harðardóttir og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 30. nóvember 2021 20:46 Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar. Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála. Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann. Björn Bjarki er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), María Fjóla er varaformaður stjórnar SFV og Sigurjón er framkvæmdastjóri SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar. Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála. Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann. Björn Bjarki er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), María Fjóla er varaformaður stjórnar SFV og Sigurjón er framkvæmdastjóri SFV.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar