Ingibjörgu Sólrúnu blandað í ævintýralegt samsæri Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra 2007-2009, en samkvæmt andstæðingum hennar í Írak nýtti hún völd sín eftir embættistíð til að hafa áhrif á gang mála í Úkraínu. Twitter Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er lykilmaður í samsæri Sameinuðu þjóðanna um að stela kosningunum í Írak, ef marka má urmul samsæriskenninga á netinu. Hún hendir gaman að og segist dást að sköpunargleði höfundanna. Í myndbandi sem gengur manna á milli á íröskum samfélagsmiðlum er máluð upp nokkuð sérkennileg mynd af ferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Vikið er að embættistíð hennar á Íslandi, störfum hennar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki síst er dregin upp þátttaka hennar í kosningaeftirliti í Úkraínu fyrir nokkrum árum. Út frá þeim störfum er spunninn meintur þáttur hennar í appelsínubyltingunni þar árið 2004, hún er sögð hafa hvatt til mótmæla í deilunum um Krímskagann og látið að því liggja að hún hafi samið við Rússa um það landsvæði árið 2014. Myndbandið er satt að segja hálfgert skemmtiefni og má sjá hér: „Ég tek þetta ekkert alvarlega. Þetta er bara spuni. En það sem vakti aðallega athygli mína er allt þetta myndefni. Hvar grófu þeir þetta upp? Rosalega leggja þeir mikið á sig,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Þingkosningar fóru fram í Írak 10. október og sú sjíablokk fór með afgerandi sigur sem ekki er hliðholl stjórnvöldum í Íran. Á meðal hlutverka Sameinuðu þjóðanna í Írak er, að ósk íraskra stjórnvalda, að aðstoða við skipulag þingkosninga og að fylgjast með framkvæmdinni á kjördag. وزيرة خارجية ايسلاندا السابقة ومسؤولة الملف الانتخابي في العراق pic.twitter.com/E2Tgscs5vh— (سيدمحمد الحسيني) كحيلان العراقي 313✌ (@TYUaQKpLdv4zEm6) November 27, 2021 „Af því að Sameinuðu þjóðirnar eru svona sýnilegar í kringum kosningarnar er miklu auðveldara að benda á þær og segja: Það er ykkur að kenna að við töpuðum. Það er talað um kosningasvindl og að kosningunum hafi verið stolið en það eru engin haldbær rök,“ segir Ingibjörg. Áróðurinn breytir því ekki að sögn Ingibjargar að kosningarnar nú fóru betur fram en þær hafa gert frá árinu 2003. „Ég veit hvenær ég sé góðar kosningar og hvenær slæmar kosningar. Engar kosningar fullkomnar, ekki einu sinni þótt Íslendingar hafi kannski talið sínar kosningar vera það, kom í ljós að svo var ekki. Þessar kosningar voru ekki fullkomnar, það voru ákveðin vandkvæði, en þetta voru góðar kosningar,“ segir Ingibjörg, sem er stödd í Írak. Sameinuðu þjóðirnar Írak Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Í myndbandi sem gengur manna á milli á íröskum samfélagsmiðlum er máluð upp nokkuð sérkennileg mynd af ferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Vikið er að embættistíð hennar á Íslandi, störfum hennar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki síst er dregin upp þátttaka hennar í kosningaeftirliti í Úkraínu fyrir nokkrum árum. Út frá þeim störfum er spunninn meintur þáttur hennar í appelsínubyltingunni þar árið 2004, hún er sögð hafa hvatt til mótmæla í deilunum um Krímskagann og látið að því liggja að hún hafi samið við Rússa um það landsvæði árið 2014. Myndbandið er satt að segja hálfgert skemmtiefni og má sjá hér: „Ég tek þetta ekkert alvarlega. Þetta er bara spuni. En það sem vakti aðallega athygli mína er allt þetta myndefni. Hvar grófu þeir þetta upp? Rosalega leggja þeir mikið á sig,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Þingkosningar fóru fram í Írak 10. október og sú sjíablokk fór með afgerandi sigur sem ekki er hliðholl stjórnvöldum í Íran. Á meðal hlutverka Sameinuðu þjóðanna í Írak er, að ósk íraskra stjórnvalda, að aðstoða við skipulag þingkosninga og að fylgjast með framkvæmdinni á kjördag. وزيرة خارجية ايسلاندا السابقة ومسؤولة الملف الانتخابي في العراق pic.twitter.com/E2Tgscs5vh— (سيدمحمد الحسيني) كحيلان العراقي 313✌ (@TYUaQKpLdv4zEm6) November 27, 2021 „Af því að Sameinuðu þjóðirnar eru svona sýnilegar í kringum kosningarnar er miklu auðveldara að benda á þær og segja: Það er ykkur að kenna að við töpuðum. Það er talað um kosningasvindl og að kosningunum hafi verið stolið en það eru engin haldbær rök,“ segir Ingibjörg. Áróðurinn breytir því ekki að sögn Ingibjargar að kosningarnar nú fóru betur fram en þær hafa gert frá árinu 2003. „Ég veit hvenær ég sé góðar kosningar og hvenær slæmar kosningar. Engar kosningar fullkomnar, ekki einu sinni þótt Íslendingar hafi kannski talið sínar kosningar vera það, kom í ljós að svo var ekki. Þessar kosningar voru ekki fullkomnar, það voru ákveðin vandkvæði, en þetta voru góðar kosningar,“ segir Ingibjörg, sem er stödd í Írak.
Sameinuðu þjóðirnar Írak Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00