Macland í Kringluna eftir ellefu ár í miðbænum Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Macland hefur verið í ellefu ár við Laugarveginn. Macland Það er umrót á Laugavegi þessa dagana, alltaf slæðingur af fólki á kvöldin hvort sem eru Reykvíkingar í jólainnkaupum eða ferðamenn að gá að einhverju forvitnilegu. En leita þarf annað en hingað til að kaupa sér iPhone. Tölvu- og símabúðin Macland, sem hefur staðið í bláu húsi við horn Klapparstígs í ellefu ár, er á förum. Koma á þremur útibúum verslunarinnar undir eitt þak í Kringlunni og eigandinn, Hörður Ágústsson, kveðst munu sakna Laugavegarins. „Ég náttúrulega elska miðbæinn, ég elska að koma þarna og ég elska að reka verslun þarna, en húsnæðið sem við vorum í var orðið illa farið og var ekki nothæft lengur og við urðum að flytja búðina,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Hörður segir Laugaveginn vera á lokametrunum í jákvæðri umbreytingu sem orðið hafi undanfarinn áratug. „Það er kannski framtíð Laugavegarins, að þróast í svona lista-, hönnunar- og barstreet/veitingahúsagötu. Það væri bara ofboðslega fallegt og ég held að það sé svolítið bara staðan,“ segir Hörður. Engin atlaga að geitinni enn Talandi um hönnun, ef kíkt er í næsta hús við Macland á Laugavegi hafa birst þar fyrirmyndarstofur og svefnherbergi frá IKEA. Þetta er samt ekki ný verslun, segir framkvæmdastjórinn, Stefán Rúnar Dagsson. „Við erum bara að reyna að ná til fólks og fá það til okkar. Við reyndar auglýsum líka netsöluna þarna. En við ákváðum að prófa þetta. IKEA úti hefur verið að gera þetta á járnbrautarstöðvum. En við erum ekki með járnbrautarkerfi á Íslandi, þannig að við gátum ekki nýtt okkur þá leiðina,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Hættulegt að vera geit.Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að tala við framkvæmdastjóra IKEA án þess að spyrja hvernig geitinni líður: „Geitin stendur á sínum stað og líður vel. Kalt hjá henni núna,“ segir Stefán. Hefur engin atlaga verið gerð? „Ekki enn þá.“ Verslun Reykjavík Kringlan Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Tölvu- og símabúðin Macland, sem hefur staðið í bláu húsi við horn Klapparstígs í ellefu ár, er á förum. Koma á þremur útibúum verslunarinnar undir eitt þak í Kringlunni og eigandinn, Hörður Ágústsson, kveðst munu sakna Laugavegarins. „Ég náttúrulega elska miðbæinn, ég elska að koma þarna og ég elska að reka verslun þarna, en húsnæðið sem við vorum í var orðið illa farið og var ekki nothæft lengur og við urðum að flytja búðina,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Hörður segir Laugaveginn vera á lokametrunum í jákvæðri umbreytingu sem orðið hafi undanfarinn áratug. „Það er kannski framtíð Laugavegarins, að þróast í svona lista-, hönnunar- og barstreet/veitingahúsagötu. Það væri bara ofboðslega fallegt og ég held að það sé svolítið bara staðan,“ segir Hörður. Engin atlaga að geitinni enn Talandi um hönnun, ef kíkt er í næsta hús við Macland á Laugavegi hafa birst þar fyrirmyndarstofur og svefnherbergi frá IKEA. Þetta er samt ekki ný verslun, segir framkvæmdastjórinn, Stefán Rúnar Dagsson. „Við erum bara að reyna að ná til fólks og fá það til okkar. Við reyndar auglýsum líka netsöluna þarna. En við ákváðum að prófa þetta. IKEA úti hefur verið að gera þetta á járnbrautarstöðvum. En við erum ekki með járnbrautarkerfi á Íslandi, þannig að við gátum ekki nýtt okkur þá leiðina,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Hættulegt að vera geit.Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að tala við framkvæmdastjóra IKEA án þess að spyrja hvernig geitinni líður: „Geitin stendur á sínum stað og líður vel. Kalt hjá henni núna,“ segir Stefán. Hefur engin atlaga verið gerð? „Ekki enn þá.“
Verslun Reykjavík Kringlan Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent