Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2021 12:05 Fundað var um fjárlagafrumvarpið til um klukkan ellefu í gærkvöldi. Formaður fjárlaganefndar vonar að fyrstu umræðu ljúki í dag þannig að fjárlaganefnd geti hafið störf að alvöru á morgun. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. Fyrsta umræða um fyrsta fjárlagafrumvarp endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hófst fyrir hádegi í gær og stóð til um klukkan ellefu í gærkvöldi. Fjárlaganefnd kom síðan saman til síns fyrsta fundar klukkan níu í morgun áður en umræðunni var framhaldið á Alþingi klukkan hálf ellefu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr formaður fjárlaganefndar varð fyrir mikilli gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar fyrir umræðuna í gær þegar ljóst varð að hún hafði sent frumvarpið til aðila úti í samfélaginu til umsagnar með fresti til athugasemda til 9. desember áður en umræður hófust um frumvarpið á þingi og áður en fjárlaganefnd hafði náð að funda. Hún baðst ítrekað afsökunar á þessu í umræðunni í gær. Var þetta einlægur klaufaskapur eða var þetta skipulagt eins og sumir þingmenn vildu halda? Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar segir ekki útilokað að nýta þurfi vikuna milli jóla og nýárs til að ljúka fjárlagavinnunni.Vísir/Vilhelm „Nei, nei þetta var algerlega einlægur klaufaskapur. Því ég ætlaði bara að flýta fyrir okkur þannig að við gætum hafið vinnuna sem allra fyrst um leið og málinu lyki. En auðvitað á ekki að vinna þetta svona og svona á ekki að gera þetta. Þetta er bara lexía fyrir mig að hafa gengið í gegnum þetta,“ segir Bjarkey. Það hafi ekki orðið neinir eftirmálar af þessu á fjárlaganefndarfundi í morgun. „Við svo sem bara ræddum það hvort umræðum myndi ljúka í dag. Ég ætla að leyfa mér að gera ráð fyrir að svo verði. Ef svo þá munum við reyna að funda (í nefndinni) aftur í fyrramálið. Þannig að það er góður andi í nefndinni og allir til í slaginn sýnist mér,“ segir formaður frjárlaganefndar. Þeir hagsmunaaðilar sem hafi fengið frest til athugasemda til 9. desember haldi honum en aðrir sem bætist við fái frest í einhverja daga til viðbótar. Bjarkey reiknar ekki með miklum breytingum á frumvarpinu nema þeim sem tengist breytingum á stjórnarráðinu. Það komi þó í ljós í vinnu nefndarinnar. Í dag eru aðeins þrjár vikur til jóla. Bjarkey segir nefndina gera sitt besta til að klára fjárlagavinnuna þannig að fjárlög verði samþykkt fyrir jól. „Ég er ekkert sannfærð um það. Það er auðvitað heil vinnuvika á milli jóla og nýárs. Mér finnst að við þurfum að vanda okkur. Við verðum bara að sjá til hvort að það gengur eftir að klára fyrir jól eða hvort við þurfum að fara á milli jóla og nýárs. Það eru líka eins og ég segi miklar tæknilegar breytingar og annað slíkt sem þarf að eiga sér stað. Það þarf bara að vanda sig svo þetta gangi allt saman heim og saman,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Fyrsta umræða um fyrsta fjárlagafrumvarp endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hófst fyrir hádegi í gær og stóð til um klukkan ellefu í gærkvöldi. Fjárlaganefnd kom síðan saman til síns fyrsta fundar klukkan níu í morgun áður en umræðunni var framhaldið á Alþingi klukkan hálf ellefu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr formaður fjárlaganefndar varð fyrir mikilli gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar fyrir umræðuna í gær þegar ljóst varð að hún hafði sent frumvarpið til aðila úti í samfélaginu til umsagnar með fresti til athugasemda til 9. desember áður en umræður hófust um frumvarpið á þingi og áður en fjárlaganefnd hafði náð að funda. Hún baðst ítrekað afsökunar á þessu í umræðunni í gær. Var þetta einlægur klaufaskapur eða var þetta skipulagt eins og sumir þingmenn vildu halda? Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar segir ekki útilokað að nýta þurfi vikuna milli jóla og nýárs til að ljúka fjárlagavinnunni.Vísir/Vilhelm „Nei, nei þetta var algerlega einlægur klaufaskapur. Því ég ætlaði bara að flýta fyrir okkur þannig að við gætum hafið vinnuna sem allra fyrst um leið og málinu lyki. En auðvitað á ekki að vinna þetta svona og svona á ekki að gera þetta. Þetta er bara lexía fyrir mig að hafa gengið í gegnum þetta,“ segir Bjarkey. Það hafi ekki orðið neinir eftirmálar af þessu á fjárlaganefndarfundi í morgun. „Við svo sem bara ræddum það hvort umræðum myndi ljúka í dag. Ég ætla að leyfa mér að gera ráð fyrir að svo verði. Ef svo þá munum við reyna að funda (í nefndinni) aftur í fyrramálið. Þannig að það er góður andi í nefndinni og allir til í slaginn sýnist mér,“ segir formaður frjárlaganefndar. Þeir hagsmunaaðilar sem hafi fengið frest til athugasemda til 9. desember haldi honum en aðrir sem bætist við fái frest í einhverja daga til viðbótar. Bjarkey reiknar ekki með miklum breytingum á frumvarpinu nema þeim sem tengist breytingum á stjórnarráðinu. Það komi þó í ljós í vinnu nefndarinnar. Í dag eru aðeins þrjár vikur til jóla. Bjarkey segir nefndina gera sitt besta til að klára fjárlagavinnuna þannig að fjárlög verði samþykkt fyrir jól. „Ég er ekkert sannfærð um það. Það er auðvitað heil vinnuvika á milli jóla og nýárs. Mér finnst að við þurfum að vanda okkur. Við verðum bara að sjá til hvort að það gengur eftir að klára fyrir jól eða hvort við þurfum að fara á milli jóla og nýárs. Það eru líka eins og ég segi miklar tæknilegar breytingar og annað slíkt sem þarf að eiga sér stað. Það þarf bara að vanda sig svo þetta gangi allt saman heim og saman,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20
Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21