Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 13:41 Rocket Lab Fyrirtækið Rocket Lab hefur opinberað næstu kynslóð eldflauga þess sem eiga að vera endurnýtanlegar. Eldflaugarnar heita Neutron og er markmiðið að nota þær í samkeppni við SpaceX. Fosvarsmenn Rocket Lab opinberuðu þróunarvinnuna að Neutron fyrr á árinu þegar Peter Beck, forstjóri Rocket Lab, neyddist til að borða hatt sinn. Fyrir þá kynningu í mars sagði Beck að Rocket Lab myndi aldrei framleiða endurnýtanlegar eldflaugar. Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring. Beck lýsti eldflauginni sem eldflaug fyrir árið 2050. Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Samkvæmt frétt CNBC vonast Beck til þess að geta skotið fyrstu Neutron-eldflauginni út í heim árið 2024 og byrjað að flytja muni út í geim fyrir viðskiptavini ári seinna. Hér að neðan má sjá kynningu Rocket Lab frá því í gær. Þar fór Beck meðal annars yfir hönnunarferli Neutron og hvernig það fór fram og fór hann einnig yfir það að eldflaugarnar eiga að vera framleiddar úr nýju efni sem sé sterkara en stál og mun léttara. SpaceX hefur verið að nota Falcon9 eldflaugar í nokkur ár núna og með mjög góðum árangri. Þær eldflaugar lenda aftur á jörðinni og eru endurnýtanlegar en þannig hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Elon Musk og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó sett mikla orku í þróun nýrra eldflauga og geimfara sem eiga að taka við af Fálkunum. Starship á að geta borið mun meiri farm og manneskjur hærra út í geim, til tunglsins og til annarra reikistjarna. Musk varaði nýverið við því að SpaceX ætti í vandræðum vegna hægagangs við framleiðslu hreyfla fyrir Starship og að gjaldþrot væri mögulegt. Geimurinn Tækni Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fosvarsmenn Rocket Lab opinberuðu þróunarvinnuna að Neutron fyrr á árinu þegar Peter Beck, forstjóri Rocket Lab, neyddist til að borða hatt sinn. Fyrir þá kynningu í mars sagði Beck að Rocket Lab myndi aldrei framleiða endurnýtanlegar eldflaugar. Eftir að eldflauginni er skotið á loft, á nef hennar að opnast og farmurinn sendur af stað. Þá á nefið að lokast aftur fyrir lendingu og þannig á að lenda allri eldflauginni aftur í heilu lagi. Því næst á að vera hægt að fylla aftur á hana eldsneyti, koma fyrir nýjum farmi og vonast sérfræðingar Rocket Lab til að hægt verði að skjóta Neutron aftur út í geim á einum sólarhring. Beck lýsti eldflauginni sem eldflaug fyrir árið 2050. Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Samkvæmt frétt CNBC vonast Beck til þess að geta skotið fyrstu Neutron-eldflauginni út í heim árið 2024 og byrjað að flytja muni út í geim fyrir viðskiptavini ári seinna. Hér að neðan má sjá kynningu Rocket Lab frá því í gær. Þar fór Beck meðal annars yfir hönnunarferli Neutron og hvernig það fór fram og fór hann einnig yfir það að eldflaugarnar eiga að vera framleiddar úr nýju efni sem sé sterkara en stál og mun léttara. SpaceX hefur verið að nota Falcon9 eldflaugar í nokkur ár núna og með mjög góðum árangri. Þær eldflaugar lenda aftur á jörðinni og eru endurnýtanlegar en þannig hefur SpaceX dregið verulega úr kostnaði við geimskot. Elon Musk og aðrir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó sett mikla orku í þróun nýrra eldflauga og geimfara sem eiga að taka við af Fálkunum. Starship á að geta borið mun meiri farm og manneskjur hærra út í geim, til tunglsins og til annarra reikistjarna. Musk varaði nýverið við því að SpaceX ætti í vandræðum vegna hægagangs við framleiðslu hreyfla fyrir Starship og að gjaldþrot væri mögulegt.
Geimurinn Tækni Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira