Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 5. desember 2021 19:35 Stjarnan ætlar sér sigur í Víkinni. Vísir/Hulda Margrét Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og mættu bæði liðin af miklum krafti. Víkingar sóttu sinn fyrsta sigur í síðasta leik og mættu vel stemmdir. Stjarnan mætti með fámennt en góðmennt lið hér í kvöld svo um hörkuleik var að ræða. Stjörnumenn gáfu í þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og komu sér þremur mörkum yfir, 7-10. Þeir héldu þessari 2-3 marka forystu í meira og minna tíu mínutur. Þá rönkuðu Víkingar við sér og staðan jöfn þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 15-15. Seinni hálfleikurinn var töluvert kaflaskiptari heldur en sá fyrri. Víkingar tóku forystuna fyrsta stundarfjórðung seinni hálfleiksins og leiddu með 1-2 mörkum. Stjörnumenn tóku svo við keflinu og leiddu með 1-2 mörkum. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 29-29. Tæplega tveimur mínútum seinna voru Stjörnumenn komnir tveimur mörkum yfir, 31-29. Andri Dagur Ófeigsson skorar þá fyrir Víking á lokasekúndum leiksins, 31-30 fyrir Stjörnunni. Afhverju vann Stjarnan? Stjörnuliðið var fámennt í kvöld og gerðu þeir mjög vel miðað aðstæður. Þeir voru fínir sóknarlega og stigu upp þegar þess þurfti. Þessar lokar mínútur voru æsispennandi og Brynjar Darri með mikilvægar vörslur í seinni hálfleik sem kláraði þetta fyrir Stjörnuna. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Víkingum var Arnar Steinn Arnarsson með góða innkomu í þessum leik og skoraði 6 mörk. Benedikt Elvar Skarphéðinsson, Jóhannes Berg Andrason og Hamza Kablouti voru með 4 mörk hvor. Jovan Kukobat var góður í marki Víkinga með 14 varða bolta, 31% markvörslu. Hjá Stjörnunni voru það Hafþór Már Vignisson og Leó Snær Pétursson báðir með 7 mörk. Brynjar Darri Baldursson kom inn í markið í seinni hálfleik og varði 8 bolta og endaði með 47% markvörslu. Hvað gekk illa? Hjá Stjörnunni voru þeir í brasi sóknarlega og var línuspilið þeirra bara alls ekki gott. Margar línusendingar sem gengu ekki og Víkingar refsuðu fljótt. Víkingar voru góðir í þessum leik en það er þetta reynsluleysi sem var þeim að falli í kvöld. Svo var högg að missa Hamza útaf. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sækir Víkingur ÍBV heim. Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Patrekur Jóhannesson: Það eru 7 leikmenn upp í stúku hjá okkur, öll miðju blokkinn Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í dagFoto: Hulda Margrét Óladóttir Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í handbolta, var sáttur með stigin tvö þegar að liði vann Víking með einu marki, 31-30. „Ég er ánægður að við skildum taka tvö stig. Þetta var jafn leikur eins og ég bjóst við. Varnarlega erum við að leita, það eru 7 leikmenn upp í stúku hjá okkur, öll miðju blokkinn. Við erum alltaf að púsla saman nýju liði. Brynjar Darri kemur og hjálpar okkur líka þegar að markmenn eru meiddir. Varnarleikurinn var ekkert sérstakur, mér fannst samt sóknarlega framan af vorum við agaðir og fórum í flottar taktíkar sem enduðu yfirleitt með dauðfærum. Svo kom kafli þar sem við vorum að fleygja boltanum og vorum ekki góðir, þetta var kaflaskipt. Ég verð að hrósa mínu liði miðað við allar þessar breytingar sem við erum alltaf að gera. Víkingarnir, ég sá það og hef séð í leikjum að þeir eru helvíti flottir.“ Patrekur var ánægður með margt hjá sínu liði í dag en það voru einnig nokkrir hlutir sem hann skildi ekki hjá sínum mönnum. „Eins og alltaf þá eru atriði sem eru góð en líka atriði sem maður skilur enganvegin. Björgvin Hólmgeirsson spilaði frábærlega í síðasta leik en í dag fannst mér hann ekkert sérstakur. Hann tók margar rangar ákvarðanir en það er bara hluti af leiknum. Ég er ánægður með margt núna en ég veit eins og á móti Aftureldingu þá þurfum við að spila í heildina betur. Þetta var allt í lagi á köflum en svo duttum við niður.“ Næsti leikur er á móti Aftureldingu og vill Patrekur bæta varnarleikinn og spila betur í heildina. „Við þurfum annaðhvort að spila einhverja aðra vörn á móti Aftureldingu eða þá að einhvernvegin að ná að þétta það aðeins betur. Markvarslan var góð hjá okkur í dag, Sigurður Dan var góður í fyrri hálfleik og Brynjar í seinni. Við þurfum bara að sjá hvaða leikmenn eru að spila. Við vælum ekki, við vorum með 13 drengir í dag sem gerðu þetta vel.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir Jón Gunnlaugur: Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu „Mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings eftir eins marks tap á móti Stjörnunni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 5. desember 2021 20:00
Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og mættu bæði liðin af miklum krafti. Víkingar sóttu sinn fyrsta sigur í síðasta leik og mættu vel stemmdir. Stjarnan mætti með fámennt en góðmennt lið hér í kvöld svo um hörkuleik var að ræða. Stjörnumenn gáfu í þegar um stundarfjórðungur var liðin af fyrri hálfleik og komu sér þremur mörkum yfir, 7-10. Þeir héldu þessari 2-3 marka forystu í meira og minna tíu mínutur. Þá rönkuðu Víkingar við sér og staðan jöfn þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 15-15. Seinni hálfleikurinn var töluvert kaflaskiptari heldur en sá fyrri. Víkingar tóku forystuna fyrsta stundarfjórðung seinni hálfleiksins og leiddu með 1-2 mörkum. Stjörnumenn tóku svo við keflinu og leiddu með 1-2 mörkum. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 29-29. Tæplega tveimur mínútum seinna voru Stjörnumenn komnir tveimur mörkum yfir, 31-29. Andri Dagur Ófeigsson skorar þá fyrir Víking á lokasekúndum leiksins, 31-30 fyrir Stjörnunni. Afhverju vann Stjarnan? Stjörnuliðið var fámennt í kvöld og gerðu þeir mjög vel miðað aðstæður. Þeir voru fínir sóknarlega og stigu upp þegar þess þurfti. Þessar lokar mínútur voru æsispennandi og Brynjar Darri með mikilvægar vörslur í seinni hálfleik sem kláraði þetta fyrir Stjörnuna. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Víkingum var Arnar Steinn Arnarsson með góða innkomu í þessum leik og skoraði 6 mörk. Benedikt Elvar Skarphéðinsson, Jóhannes Berg Andrason og Hamza Kablouti voru með 4 mörk hvor. Jovan Kukobat var góður í marki Víkinga með 14 varða bolta, 31% markvörslu. Hjá Stjörnunni voru það Hafþór Már Vignisson og Leó Snær Pétursson báðir með 7 mörk. Brynjar Darri Baldursson kom inn í markið í seinni hálfleik og varði 8 bolta og endaði með 47% markvörslu. Hvað gekk illa? Hjá Stjörnunni voru þeir í brasi sóknarlega og var línuspilið þeirra bara alls ekki gott. Margar línusendingar sem gengu ekki og Víkingar refsuðu fljótt. Víkingar voru góðir í þessum leik en það er þetta reynsluleysi sem var þeim að falli í kvöld. Svo var högg að missa Hamza útaf. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sækir Víkingur ÍBV heim. Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Patrekur Jóhannesson: Það eru 7 leikmenn upp í stúku hjá okkur, öll miðju blokkinn Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í dagFoto: Hulda Margrét Óladóttir Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í handbolta, var sáttur með stigin tvö þegar að liði vann Víking með einu marki, 31-30. „Ég er ánægður að við skildum taka tvö stig. Þetta var jafn leikur eins og ég bjóst við. Varnarlega erum við að leita, það eru 7 leikmenn upp í stúku hjá okkur, öll miðju blokkinn. Við erum alltaf að púsla saman nýju liði. Brynjar Darri kemur og hjálpar okkur líka þegar að markmenn eru meiddir. Varnarleikurinn var ekkert sérstakur, mér fannst samt sóknarlega framan af vorum við agaðir og fórum í flottar taktíkar sem enduðu yfirleitt með dauðfærum. Svo kom kafli þar sem við vorum að fleygja boltanum og vorum ekki góðir, þetta var kaflaskipt. Ég verð að hrósa mínu liði miðað við allar þessar breytingar sem við erum alltaf að gera. Víkingarnir, ég sá það og hef séð í leikjum að þeir eru helvíti flottir.“ Patrekur var ánægður með margt hjá sínu liði í dag en það voru einnig nokkrir hlutir sem hann skildi ekki hjá sínum mönnum. „Eins og alltaf þá eru atriði sem eru góð en líka atriði sem maður skilur enganvegin. Björgvin Hólmgeirsson spilaði frábærlega í síðasta leik en í dag fannst mér hann ekkert sérstakur. Hann tók margar rangar ákvarðanir en það er bara hluti af leiknum. Ég er ánægður með margt núna en ég veit eins og á móti Aftureldingu þá þurfum við að spila í heildina betur. Þetta var allt í lagi á köflum en svo duttum við niður.“ Næsti leikur er á móti Aftureldingu og vill Patrekur bæta varnarleikinn og spila betur í heildina. „Við þurfum annaðhvort að spila einhverja aðra vörn á móti Aftureldingu eða þá að einhvernvegin að ná að þétta það aðeins betur. Markvarslan var góð hjá okkur í dag, Sigurður Dan var góður í fyrri hálfleik og Brynjar í seinni. Við þurfum bara að sjá hvaða leikmenn eru að spila. Við vælum ekki, við vorum með 13 drengir í dag sem gerðu þetta vel.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir Jón Gunnlaugur: Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu „Mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings eftir eins marks tap á móti Stjörnunni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 5. desember 2021 20:00
Jón Gunnlaugur: Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu „Mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings eftir eins marks tap á móti Stjörnunni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 5. desember 2021 20:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti