Fáránleg vítaspyrna kostaði Norrköping | Adam Ingi áfram í marki Gautaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 16:05 Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í marki Gautaborgar í dag. Skjáskot/@ifkgoteborg Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er síðasta umferð deildarinnar fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir íslenskir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn í dag. Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er heil umferð fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn. Hér að neðan má sjá fáránlega vítaspyrnu Norrköping sem kostaði liðið að öllum líkindum stig. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt stöðu sinni í marki Gautaborgar sem sótti Norrköping heim. Ari Freyr Skúlason var fjarverandi í liði Norrköping vegna meiðsla en táningurinn Jóhannes Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk heimamanna. Gamla brýnið Marcus Berg kom Gautaborg yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu en ákváðu að vera rosalega sniðugir í stað þess að lúðra boltanum á markið. Þessa ömurlegu vítaspyrnu má sjá hér að neðan. Variant! Levi till Adegbenro, men målet godkänds inte av domarteamet pic.twitter.com/RCoqB26eeI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Bernardo skoraði svo skömmu síðar fyrir gestina sem unnu leikinn á endanum 2-1. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Aron Bjarnason spilaði 14 mínútur í 4-2 tapi Sirus gegn AIK. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk ekki að spila í 0-1 tapi Häcken. Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og spilaði ekki í 5-3 sigri Hammarby á Kalmar. Þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu mínútuna eða svo í 3-2 sigri Elfsborg á Örebro. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat hins vegar allan tímann á bekk Elfsborg. Malmö FF är svenska mästare!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/c9MJruT583— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Um var að ræða lokaumferð sænsku deildarinnar. Malmö er meistari þar sem liðið er með betri markatölu en AIK. Djurgården kemur þar á eftir og nælir því í síðasta Evrópusætið. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er heil umferð fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn. Hér að neðan má sjá fáránlega vítaspyrnu Norrköping sem kostaði liðið að öllum líkindum stig. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt stöðu sinni í marki Gautaborgar sem sótti Norrköping heim. Ari Freyr Skúlason var fjarverandi í liði Norrköping vegna meiðsla en táningurinn Jóhannes Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk heimamanna. Gamla brýnið Marcus Berg kom Gautaborg yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu en ákváðu að vera rosalega sniðugir í stað þess að lúðra boltanum á markið. Þessa ömurlegu vítaspyrnu má sjá hér að neðan. Variant! Levi till Adegbenro, men målet godkänds inte av domarteamet pic.twitter.com/RCoqB26eeI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Bernardo skoraði svo skömmu síðar fyrir gestina sem unnu leikinn á endanum 2-1. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Aron Bjarnason spilaði 14 mínútur í 4-2 tapi Sirus gegn AIK. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk ekki að spila í 0-1 tapi Häcken. Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og spilaði ekki í 5-3 sigri Hammarby á Kalmar. Þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu mínútuna eða svo í 3-2 sigri Elfsborg á Örebro. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat hins vegar allan tímann á bekk Elfsborg. Malmö FF är svenska mästare!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/c9MJruT583— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Um var að ræða lokaumferð sænsku deildarinnar. Malmö er meistari þar sem liðið er með betri markatölu en AIK. Djurgården kemur þar á eftir og nælir því í síðasta Evrópusætið.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira