Fáránleg vítaspyrna kostaði Norrköping | Adam Ingi áfram í marki Gautaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 16:05 Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í marki Gautaborgar í dag. Skjáskot/@ifkgoteborg Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er síðasta umferð deildarinnar fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir íslenskir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn í dag. Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er heil umferð fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn. Hér að neðan má sjá fáránlega vítaspyrnu Norrköping sem kostaði liðið að öllum líkindum stig. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt stöðu sinni í marki Gautaborgar sem sótti Norrköping heim. Ari Freyr Skúlason var fjarverandi í liði Norrköping vegna meiðsla en táningurinn Jóhannes Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk heimamanna. Gamla brýnið Marcus Berg kom Gautaborg yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu en ákváðu að vera rosalega sniðugir í stað þess að lúðra boltanum á markið. Þessa ömurlegu vítaspyrnu má sjá hér að neðan. Variant! Levi till Adegbenro, men målet godkänds inte av domarteamet pic.twitter.com/RCoqB26eeI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Bernardo skoraði svo skömmu síðar fyrir gestina sem unnu leikinn á endanum 2-1. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Aron Bjarnason spilaði 14 mínútur í 4-2 tapi Sirus gegn AIK. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk ekki að spila í 0-1 tapi Häcken. Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og spilaði ekki í 5-3 sigri Hammarby á Kalmar. Þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu mínútuna eða svo í 3-2 sigri Elfsborg á Örebro. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat hins vegar allan tímann á bekk Elfsborg. Malmö FF är svenska mästare!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/c9MJruT583— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Um var að ræða lokaumferð sænsku deildarinnar. Malmö er meistari þar sem liðið er með betri markatölu en AIK. Djurgården kemur þar á eftir og nælir því í síðasta Evrópusætið. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Það var fjöldi Íslendingaliða í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er heil umferð fór fram í dag. Það voru hins vegar fáir leikmenn sem stigu fæti inn á völlinn. Hér að neðan má sjá fáránlega vítaspyrnu Norrköping sem kostaði liðið að öllum líkindum stig. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt stöðu sinni í marki Gautaborgar sem sótti Norrköping heim. Ari Freyr Skúlason var fjarverandi í liði Norrköping vegna meiðsla en táningurinn Jóhannes Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk heimamanna. Gamla brýnið Marcus Berg kom Gautaborg yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Christoffer Nyman jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu en ákváðu að vera rosalega sniðugir í stað þess að lúðra boltanum á markið. Þessa ömurlegu vítaspyrnu má sjá hér að neðan. Variant! Levi till Adegbenro, men målet godkänds inte av domarteamet pic.twitter.com/RCoqB26eeI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Bernardo skoraði svo skömmu síðar fyrir gestina sem unnu leikinn á endanum 2-1. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Aron Bjarnason spilaði 14 mínútur í 4-2 tapi Sirus gegn AIK. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk ekki að spila í 0-1 tapi Häcken. Jón Guðni Fjóluson er frá vegna meiðsla og spilaði ekki í 5-3 sigri Hammarby á Kalmar. Þá spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu mínútuna eða svo í 3-2 sigri Elfsborg á Örebro. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sat hins vegar allan tímann á bekk Elfsborg. Malmö FF är svenska mästare!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/c9MJruT583— discovery+ sport (@dplus_sportSE) December 4, 2021 Um var að ræða lokaumferð sænsku deildarinnar. Malmö er meistari þar sem liðið er með betri markatölu en AIK. Djurgården kemur þar á eftir og nælir því í síðasta Evrópusætið.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira