Opið bréf til forstjóra MAST, Hrannar Ólínar Jörundsdóttur, vegna blóðmerahalds Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. desember 2021 18:01 Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun