Einar Jónsson: Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 4. desember 2021 22:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná einu stigi í æsispennandi leik í kvöld. Vísir: Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná stigi í hörkuspennandi leik á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Kaflaskiptur leikur en Framarar skoruðu nánast á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. „Við skorum hérna á síðustu sekúndunni og náum þessu jafntefli. Mér fannst við hérna í seinni hálfleik, helvíti flottir og leiddum nánast allan seinni hálfleikinn. Ég var svona að gæla við að vinna þetta en úr því sem komið var þá tek ég stigið.“ „Mér fannst bæði lið spila hörku vörn, við lentum reyndar í basli með Þránd á línunni. Afturelding er hörku lið og vel þjálfað og drullu flottir. En við vorum líka flottir í dag, fyrir utan kannski fyrstu 15 mínúturnar, þar erum við klaufar en í 45 mínútur finnst mér við flottir.“ Aðspurður hvað Einar hefði viljað gera öðruvísi til þess að landa tveimur stigum í staðinn fyrir einu sagði Einar þetta: „Ég hefði viljað byrja þennan leik betur. Við erum með of marga tæknifeila, það er spurning hvernig þú gerir tæknifeilana og þeir töldu stundum tvöfalt. Annaðhvort áttum við að skora en köstum boltanum útaf og fáum mark í bakið, það telur grimmt. Við tökum það góða út úr þessu og vinnum með það. Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis.“ Næsti leikur er á móti Hauka sem eru með öfluga línumenn og vill Einar leggja áherslu á að passa betur línuna og fækka tæknifeilum. „Við þurfum að halda áfram á sömu braut. Auðvitað er eitt og annað sem við þurfum að laga en margir hlutir sem við erum að gera mjög vel. Bæði í dag og í síðasta leik og við þurfum að halda því áfram. Það er aðalatriði. Við lentum í basli með Þránd á línunni og það atriði sem við getum klárlega lagað fyrir næsta leik. Haukar næst og það eru engir smá línumenn þar. En eins og ég sagði þá eru tæknufeilarnir of margir en ég er nokkuð sáttur, í fullri hreinskilni.“ Fram Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
„Við skorum hérna á síðustu sekúndunni og náum þessu jafntefli. Mér fannst við hérna í seinni hálfleik, helvíti flottir og leiddum nánast allan seinni hálfleikinn. Ég var svona að gæla við að vinna þetta en úr því sem komið var þá tek ég stigið.“ „Mér fannst bæði lið spila hörku vörn, við lentum reyndar í basli með Þránd á línunni. Afturelding er hörku lið og vel þjálfað og drullu flottir. En við vorum líka flottir í dag, fyrir utan kannski fyrstu 15 mínúturnar, þar erum við klaufar en í 45 mínútur finnst mér við flottir.“ Aðspurður hvað Einar hefði viljað gera öðruvísi til þess að landa tveimur stigum í staðinn fyrir einu sagði Einar þetta: „Ég hefði viljað byrja þennan leik betur. Við erum með of marga tæknifeila, það er spurning hvernig þú gerir tæknifeilana og þeir töldu stundum tvöfalt. Annaðhvort áttum við að skora en köstum boltanum útaf og fáum mark í bakið, það telur grimmt. Við tökum það góða út úr þessu og vinnum með það. Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis.“ Næsti leikur er á móti Hauka sem eru með öfluga línumenn og vill Einar leggja áherslu á að passa betur línuna og fækka tæknifeilum. „Við þurfum að halda áfram á sömu braut. Auðvitað er eitt og annað sem við þurfum að laga en margir hlutir sem við erum að gera mjög vel. Bæði í dag og í síðasta leik og við þurfum að halda því áfram. Það er aðalatriði. Við lentum í basli með Þránd á línunni og það atriði sem við getum klárlega lagað fyrir næsta leik. Haukar næst og það eru engir smá línumenn þar. En eins og ég sagði þá eru tæknufeilarnir of margir en ég er nokkuð sáttur, í fullri hreinskilni.“
Fram Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16