Klopp: „Origi er goðsögn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2021 07:01 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, jós lofi yfir Divock Origi eftir sigur liðsins gegn Wolves í gær. James Gill - Danehouse/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. Origi kom inn á sem varamaður fyrir Jordan Henderson þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hann fyrsta og eina mark leiksins, og tryggði Liverpool þar með stigin þrjú, og toppsæti deildarinnar í nokkrar klukkustundir. „Hann er frábær leikmaður og geggjaður gæji,“ sagði Klopp í samtali við BBC eftir sigurinn. „Að koma inn á og leggja sitt af mörkum fyrir liðið eins og hann gerði í dag, að skora þetta mark - framúrskarandi. Ég er mjög, mjög glaður fyrir hans hönd.“ Origi er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, en þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann skorar mark undir lok leiks. Mark gærdagsins var hans tíunda eftir að hafa komið inn á sem varamaður, en enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Leikur gærkvöldsins markaði líka áhugaverð tímamót fyrir Origi, en þetta var í hundraðasta skipti sem hann kemur inn á sem varamaður fyrir Liverpool. „Divock Origi er goðsög. Fólk mun skrifa bækur um hann, vonandi. Ef ekki þá geri ég það,“ sagði Klopp léttur. „Hann er magnaður framherji. Af ýmsum ástæðum hefur hann ekki spilað mjög mikið, en ég vona að einn daginn finni hann þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur en ég.“ „Hann er einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi. Í þessu frábæra liði, með þessa sóknarlínu, spilar hann ekki mjög mikið. En hann er jákvæður strákur, elskar klúbbinn, vill leggja sitt af mörkum, og hann gerði það með stæl í kvöld.“ Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
Origi kom inn á sem varamaður fyrir Jordan Henderson þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hann fyrsta og eina mark leiksins, og tryggði Liverpool þar með stigin þrjú, og toppsæti deildarinnar í nokkrar klukkustundir. „Hann er frábær leikmaður og geggjaður gæji,“ sagði Klopp í samtali við BBC eftir sigurinn. „Að koma inn á og leggja sitt af mörkum fyrir liðið eins og hann gerði í dag, að skora þetta mark - framúrskarandi. Ég er mjög, mjög glaður fyrir hans hönd.“ Origi er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, en þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann skorar mark undir lok leiks. Mark gærdagsins var hans tíunda eftir að hafa komið inn á sem varamaður, en enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Leikur gærkvöldsins markaði líka áhugaverð tímamót fyrir Origi, en þetta var í hundraðasta skipti sem hann kemur inn á sem varamaður fyrir Liverpool. „Divock Origi er goðsög. Fólk mun skrifa bækur um hann, vonandi. Ef ekki þá geri ég það,“ sagði Klopp léttur. „Hann er magnaður framherji. Af ýmsum ástæðum hefur hann ekki spilað mjög mikið, en ég vona að einn daginn finni hann þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur en ég.“ „Hann er einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi. Í þessu frábæra liði, með þessa sóknarlínu, spilar hann ekki mjög mikið. En hann er jákvæður strákur, elskar klúbbinn, vill leggja sitt af mörkum, og hann gerði það með stæl í kvöld.“
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira