Polestar birtir kitlumynd af Polestar 3 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. desember 2021 07:00 Polestar 3 í felulitum. Polestar 3 er rafmagnsjeppi sem frumsýndur verður árið 2022. Polestar 3 er fyrsti jeppi framleiðandans og fyrsti bíll þess sem verður framleiddur í Bandaríkjunum í Charlestone, Suður-Karólínu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Polestar og Brimborg. „Við munum framleiða í Bandaríkjunum fyrir Bandaríkjamenn,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Áætlað er að Polestar 3 komi á markað árið 2022 sem hágæða rafmagnsjeppi með afburða aksturseiginleika sem mun skilgreina útlit jeppa á raf-öld. Þetta verður líka fyrsti Polestar bíllinn sem framleiddur verður í Ameríku.“ Thomas Ingenlath tók á móti fjárfestum og fjölmiðlum á röð viðburða í New York til að ræða framtíðarsýn fyrirtækisins, vörumerkið og vaxtaráætlanir. Áheyrendur voru upplýstir um að stefnt er að því að Polestar 3 verði einn af loftslagsábyrgustu bílum sem framleiddir hafa verið og muni með tímanum bjóða upp á sjálfvirkan hraðbrautarakstur með aðstoð framúrskarandi LiDAR skynjara frá Luminar, bandaríska tæknifyrirtækinu og miðlægt tölvuafl frá NVIDIA. Markaður fyrir hágæða jeppa er sá sem stækkar hvað hraðast í bandaríska bílaiðnaðinum og er búist við að þessi markaðshluti verði einn sá fyrsti til að rafvæðast að fullu. Polestar Precept, stefnuhugmyndabíll fyrirtækisins sem yfirlýsing þess um framtíðar hönnun, tækni og sjálbærni, var einnig frumsýndur fyrir Bandaríkjamarkað í New York. Precept leggur nú af stað í sýningarferð um Bandaríkin fram á næsta ár og kemur við á sölustöðum Polestar í Bandaríkjunum. Thomas Ingenlath sagði áheyrendum að hann teldi grundvallarmun á Polestar og mörgum öðrum rafbílafyrirtækjum. „Við erum ekki sýndarfyrirtæki sem bíður eftir að byggja verksmiðjur og selja bíla; við erum raunverulegt fyrirtæki sem framleiðir nú þegar og selur bíla um allan heim. Tveir verðlaunabílar okkar eru á götunum á 14 mörkuðum um allan heim og við gerum ráð fyrir að sala okkar á heimsvísu verði um 29.000 bílar á þessu ári.“ Thomas Ingenlath undirstrikaði einnig rótgróna framleiðslu- og sölugetu fyrirtækisins og tjáði áheyrendum að Polestar ætli að setja á markað nýjan bíl á hverju ári næstu þrjú árin, frá og með Polestar 3, og stefnir að því að starfsemin verði komin á 30 markaði fyrir árslok 2023. Aukin umsvif á þessum nýju mörkuðum, tilkoma þriggja nýrra bíla og frekari sókn á núverandi mörkuðum, gerir það að verkum að Polestar ætlar að tífalda sölu sína á heimsvísu úr 29.000 árið 2021 í 290.000 árið 2025, „Héðan í frá snýst allt um vöxt hjá Polestar,“ segir Thomas Ingenlath að lokum. Polestar 3 verður framleiddur í verksmiðju Volvo Cars í Charlestone, Suður-Karólínu. Volvo Cars er stór hluthafi í Polestar, sem gerir Polestar kleift að njóta góðs af leiðandi öryggistækni sænska fyrirtækisins á heimsvísu, en einnig skapa kostnaðarhagræðingu með fjárhagslegum og iðnaðarlegum samlegðaráhrifum. Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Polestar og Brimborg. „Við munum framleiða í Bandaríkjunum fyrir Bandaríkjamenn,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Áætlað er að Polestar 3 komi á markað árið 2022 sem hágæða rafmagnsjeppi með afburða aksturseiginleika sem mun skilgreina útlit jeppa á raf-öld. Þetta verður líka fyrsti Polestar bíllinn sem framleiddur verður í Ameríku.“ Thomas Ingenlath tók á móti fjárfestum og fjölmiðlum á röð viðburða í New York til að ræða framtíðarsýn fyrirtækisins, vörumerkið og vaxtaráætlanir. Áheyrendur voru upplýstir um að stefnt er að því að Polestar 3 verði einn af loftslagsábyrgustu bílum sem framleiddir hafa verið og muni með tímanum bjóða upp á sjálfvirkan hraðbrautarakstur með aðstoð framúrskarandi LiDAR skynjara frá Luminar, bandaríska tæknifyrirtækinu og miðlægt tölvuafl frá NVIDIA. Markaður fyrir hágæða jeppa er sá sem stækkar hvað hraðast í bandaríska bílaiðnaðinum og er búist við að þessi markaðshluti verði einn sá fyrsti til að rafvæðast að fullu. Polestar Precept, stefnuhugmyndabíll fyrirtækisins sem yfirlýsing þess um framtíðar hönnun, tækni og sjálbærni, var einnig frumsýndur fyrir Bandaríkjamarkað í New York. Precept leggur nú af stað í sýningarferð um Bandaríkin fram á næsta ár og kemur við á sölustöðum Polestar í Bandaríkjunum. Thomas Ingenlath sagði áheyrendum að hann teldi grundvallarmun á Polestar og mörgum öðrum rafbílafyrirtækjum. „Við erum ekki sýndarfyrirtæki sem bíður eftir að byggja verksmiðjur og selja bíla; við erum raunverulegt fyrirtæki sem framleiðir nú þegar og selur bíla um allan heim. Tveir verðlaunabílar okkar eru á götunum á 14 mörkuðum um allan heim og við gerum ráð fyrir að sala okkar á heimsvísu verði um 29.000 bílar á þessu ári.“ Thomas Ingenlath undirstrikaði einnig rótgróna framleiðslu- og sölugetu fyrirtækisins og tjáði áheyrendum að Polestar ætli að setja á markað nýjan bíl á hverju ári næstu þrjú árin, frá og með Polestar 3, og stefnir að því að starfsemin verði komin á 30 markaði fyrir árslok 2023. Aukin umsvif á þessum nýju mörkuðum, tilkoma þriggja nýrra bíla og frekari sókn á núverandi mörkuðum, gerir það að verkum að Polestar ætlar að tífalda sölu sína á heimsvísu úr 29.000 árið 2021 í 290.000 árið 2025, „Héðan í frá snýst allt um vöxt hjá Polestar,“ segir Thomas Ingenlath að lokum. Polestar 3 verður framleiddur í verksmiðju Volvo Cars í Charlestone, Suður-Karólínu. Volvo Cars er stór hluthafi í Polestar, sem gerir Polestar kleift að njóta góðs af leiðandi öryggistækni sænska fyrirtækisins á heimsvísu, en einnig skapa kostnaðarhagræðingu með fjárhagslegum og iðnaðarlegum samlegðaráhrifum.
Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent