Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 14:45 Þungavigtin Guðmundur Þórarinsson er búinn að fá nóg af því að fá ekki traustið hjá þjálfara New York City þrátt fyrir að skila hvað eftir annað frábærri frammistöðu inn á vellinum. Guðmundur átti mikinn þátt í því að lið hans spilar til úrslita um titilinn. Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift. MLS Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift.
MLS Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira