„Við skulum bara láta verkin tala“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2021 18:15 Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu á dögunum. Vísir/Vilhelm Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra þykir umræða í tengslum við undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsætisráðherra að víkja Jóni úr embætti vera ómálaefnanleg og ekki svaraverð. Hann segist ætla að láta verkin tala. Greint var frá því dag að hópur sem berst gegn ofbeldismenningu hafi hafið undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra víki Jóni Gunnarssyni úr starfi sem ráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telur ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með Jón í brúnni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.700 manns skrifað undir listann. Jón var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskriftarsöfnunni. „Ég segi bara eitt um þessi mál almennt. Það er gríðarlega mikilvægt að við öll tökumst á við þennan vágest í íslensku samfélagi, sem kynferðisafbrotamál eru. Ég mun ekki draga af mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón. Segist hann ætla að láta verkin tala og þolendur ofbeldis þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að málefnum þeirra verði sópað undir teppið. „Mér finnst þessi umræða hafa verið ómálefnanlegt og mér finnst hún ekki svaraverð. Ég ætla ekki að elta ólar við hana. Við skulum bara láta verkin tala, það er það sem við ætlum að gera hér. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að fara að sópa einhverjum slíkum málaflokkum undir teppið. Það er ekki í kortunum,“ sagði Jón. Fyrr í þættinum greindi hann frá því að hann hafi í morgun átt fund með ríkislögreglustjóra og starfsmönnum þar sem þessi mál voru rædd. Benti Jón á að aðeins væri talið að um tuttugu prósent af kynferðisbrotum væru tilkynnt til lögreglunnar. „Það þarf auðvitað að auka traust þeirra sem standa frammi fyrir slíkum málum, brotaþolum og annarra, einfalda kannski leiðir þeirra til að tilkynna þetta inn,“ sagði Jón sem reiknar með að tilkynningum um brot muni fara fjölgandi. „Með auknu viðbragði og auknu trausti á því kerfi sem tekur við þessum málum gerum við ráð fyrir að það muni fjölga mjög brotum sem verða tilkynnt inn til lögreglunnar. Þá þarf auðvitað að fylgja því eftir með fjármagni svo hún geti brugðist og málsmeðferðartíminn verði ekki alltof langur. Það hefur verið gagnrýnt og það er réttmæt gagnrýni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Greint var frá því dag að hópur sem berst gegn ofbeldismenningu hafi hafið undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra víki Jóni Gunnarssyni úr starfi sem ráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telur ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með Jón í brúnni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.700 manns skrifað undir listann. Jón var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskriftarsöfnunni. „Ég segi bara eitt um þessi mál almennt. Það er gríðarlega mikilvægt að við öll tökumst á við þennan vágest í íslensku samfélagi, sem kynferðisafbrotamál eru. Ég mun ekki draga af mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón. Segist hann ætla að láta verkin tala og þolendur ofbeldis þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að málefnum þeirra verði sópað undir teppið. „Mér finnst þessi umræða hafa verið ómálefnanlegt og mér finnst hún ekki svaraverð. Ég ætla ekki að elta ólar við hana. Við skulum bara láta verkin tala, það er það sem við ætlum að gera hér. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að fara að sópa einhverjum slíkum málaflokkum undir teppið. Það er ekki í kortunum,“ sagði Jón. Fyrr í þættinum greindi hann frá því að hann hafi í morgun átt fund með ríkislögreglustjóra og starfsmönnum þar sem þessi mál voru rædd. Benti Jón á að aðeins væri talið að um tuttugu prósent af kynferðisbrotum væru tilkynnt til lögreglunnar. „Það þarf auðvitað að auka traust þeirra sem standa frammi fyrir slíkum málum, brotaþolum og annarra, einfalda kannski leiðir þeirra til að tilkynna þetta inn,“ sagði Jón sem reiknar með að tilkynningum um brot muni fara fjölgandi. „Með auknu viðbragði og auknu trausti á því kerfi sem tekur við þessum málum gerum við ráð fyrir að það muni fjölga mjög brotum sem verða tilkynnt inn til lögreglunnar. Þá þarf auðvitað að fylgja því eftir með fjármagni svo hún geti brugðist og málsmeðferðartíminn verði ekki alltof langur. Það hefur verið gagnrýnt og það er réttmæt gagnrýni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53