Innlent

Milla frá Lilju til Willums

Atli Ísleifsson skrifar
Milla Ósk Magnúsdóttir.
Milla Ósk Magnúsdóttir. Stjórnarráðið

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og er þegar tekin til starfa í heilbrigðisráðuneytinu.

Milla Ósk var áður aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sem nú hefur tekið við sem ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. 

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að hún hafi áður starfað um árabil hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður og aðstoðarframleiðandi frétta, auk þess að sinna dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. 

„Þá var hún um skeið varaformaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu. 

Milla Ósk er með ML-próf í lögfræði frá Háskóla Reykjavíkur þar sem hún sérhæfði sig í fjölmiðlarétti, auk þess að leggja áherslu á persónuupplýsinga- og vinnurétt.“


Tengdar fréttir

Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar

Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×