Stólaleikur, nema bara ef þú átt fullt af pening Björn Teitsson skrifar 8. desember 2021 12:00 Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á myndavefnum Instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum. Einstakir stólar frá 19. og 20. öld eru þar áberandi, hannaðir af mörgum frambærilegustu hönnuðum heims. Ísland er þar ekki einu sinni undanskilið, enda er hér á landi að finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hjalti Geir Kristjánsson, Halldór Hjálmarsson eða Gunnar H. Guðmundsson voru húsgagnahönnuðir á heimsmælikvarða um miðja 20. öldina, bara til að nefna fáein nöfn af mörgum. Sjálfur er ég mikill Bauhaus-maður, elska svo til allt sem var hannað og framleitt á þessu stutta skeiði milli stríða þá helst í Weimar og Dessau í Þýskalandi undir handleiðslu Walters Gropius. Vaggan hans Peters Keler, tekannan hennar Marianne Brandt eða lampinn hans Wilhelms Wagenfeld. Allur þessi textíll frá Önnu Albers og Guntu Stölzl. Guð minn almáttugur. En mest af öllu elska ég stólana, mest af öllu elska ég hönnun ungversk-þýsk-bandaríska Bauhaus-meistarans Marcels Breuer. Mest af öllu elska ég hinn einstaklega stílhreina Cesca-stól, þá klassísku blöndu af krómi og basti. En af hverju þessi takmarkalausa ást? Breuer-stóll.Holger Elgaard/Wikimedia Commons Breuer leit mikið upp til lærimeistara síns og skólameistara, Walters Gropius. Báðir höfðu þeir ákveðna fagurfræðilega heimssýn sem má útskýra sem einfalda, yfirlætislausa og auðmjúka. Enn fyrst og fremst voru þeir hugsjónamenn sem trúðu einlæglega á framtíðina og tæknina, að vísindi og tækni gætu hjálpað til við að koma góðri og vandaðri hönnun í hendur allrar alþýðu, að góð og falleg hönnun ætti að vera á færi allra til að nálgast. Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað. Vestanhafs náði fyrirtækið Knoll að sölsa undir sig höfundarrétti að hönnun Breuers, og í Evrópu gerði þýska fyrirtækið Thonet slíkt hið sama. Í dag kostar eitt stykki af Cesca-stól (sem er í grunninn afar venjulegur eldhússtóll) um 1000 evrur, eða jafnvirði um 150.000 íslenskra króna. Sett upp á sex stóla, rétt um milljón með sendingarkostnaði. Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn. Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á myndavefnum Instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum. Einstakir stólar frá 19. og 20. öld eru þar áberandi, hannaðir af mörgum frambærilegustu hönnuðum heims. Ísland er þar ekki einu sinni undanskilið, enda er hér á landi að finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hjalti Geir Kristjánsson, Halldór Hjálmarsson eða Gunnar H. Guðmundsson voru húsgagnahönnuðir á heimsmælikvarða um miðja 20. öldina, bara til að nefna fáein nöfn af mörgum. Sjálfur er ég mikill Bauhaus-maður, elska svo til allt sem var hannað og framleitt á þessu stutta skeiði milli stríða þá helst í Weimar og Dessau í Þýskalandi undir handleiðslu Walters Gropius. Vaggan hans Peters Keler, tekannan hennar Marianne Brandt eða lampinn hans Wilhelms Wagenfeld. Allur þessi textíll frá Önnu Albers og Guntu Stölzl. Guð minn almáttugur. En mest af öllu elska ég stólana, mest af öllu elska ég hönnun ungversk-þýsk-bandaríska Bauhaus-meistarans Marcels Breuer. Mest af öllu elska ég hinn einstaklega stílhreina Cesca-stól, þá klassísku blöndu af krómi og basti. En af hverju þessi takmarkalausa ást? Breuer-stóll.Holger Elgaard/Wikimedia Commons Breuer leit mikið upp til lærimeistara síns og skólameistara, Walters Gropius. Báðir höfðu þeir ákveðna fagurfræðilega heimssýn sem má útskýra sem einfalda, yfirlætislausa og auðmjúka. Enn fyrst og fremst voru þeir hugsjónamenn sem trúðu einlæglega á framtíðina og tæknina, að vísindi og tækni gætu hjálpað til við að koma góðri og vandaðri hönnun í hendur allrar alþýðu, að góð og falleg hönnun ætti að vera á færi allra til að nálgast. Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað. Vestanhafs náði fyrirtækið Knoll að sölsa undir sig höfundarrétti að hönnun Breuers, og í Evrópu gerði þýska fyrirtækið Thonet slíkt hið sama. Í dag kostar eitt stykki af Cesca-stól (sem er í grunninn afar venjulegur eldhússtóll) um 1000 evrur, eða jafnvirði um 150.000 íslenskra króna. Sett upp á sex stóla, rétt um milljón með sendingarkostnaði. Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn. Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota.
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun