Wolfsburg gerði góða ferð til Sviss þar sem liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Servette. Ines Teixeira Pereira varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega 20 mínútna leik og staðan 1-0 í hálfleik.
Í þeim síðari bættu Jill Roord og Tabea Wassmuth bættu við mörkum í síðari hálfleik og sáu til þess að gestirnir unnu þægilegan 3-0 sigur.
WASSMUTH CONTINUES HER HOT SCORING STREAK
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 8, 2021
https://t.co/BM4T0mw3Zq
https://t.co/dutBDwjDVE
https://t.co/a1W1QfIe1s pic.twitter.com/FLg6jIIaA8
Wolfsburg er sem stendur í 2. sæti A-riðils með 8 stig að loknum fimm leikjum. Chelsea er á toppi riðilsins með 10 stig á meðan Juventus er í 3. sæti með 7 stig. Þau mætast annað kvöld.
Í Úkraínu var PSG í heimsókn og unnu gestirnir öruggan 6-0 sigur. Ramona Bachmann skoraði tvívegis og þær Jordyn Huitema, Sandy Baltimore, Laurina Fazer og Amanda Ilestedt skoruðu eitt mark hver.
.@amandailestedt's first @UWCL goal since October 2015 for Rosengård
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 8, 2021
https://t.co/nLXj4mHvac
https://t.co/b0WmYVI6NL
https://t.co/jHRg5VmQgl pic.twitter.com/eL4rbo84rt
PSG trónir á toppi B-riðils með 15 stig. Real Madríd – sem mætir Breiðablik í kvöld – er með sex stig í öðru sætinu. Breiðablik er á botni riðilsins með eitt stig.