Keppa í snjó á CrossFit mótinu í eyðimörkinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:01 Sara Sigmundsdóttir og hinir keppendurnir á CrossFit-mótinu í Dúbaí keppa bæði í eyðimörk og í snjó í ár. Instagram/@sarasigmunds Keppendur í CrossFit íþróttinni eiga að geta átt von á öllu þegar kemur að keppnisgreinum, meira að segja að keppa í snjó þegar úti er þrjátíu stiga hiti og eyðimörk í næsta nágrenni. Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni. CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira
Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni.
CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira