Keppa í snjó á CrossFit mótinu í eyðimörkinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:01 Sara Sigmundsdóttir og hinir keppendurnir á CrossFit-mótinu í Dúbaí keppa bæði í eyðimörk og í snjó í ár. Instagram/@sarasigmunds Keppendur í CrossFit íþróttinni eiga að geta átt von á öllu þegar kemur að keppnisgreinum, meira að segja að keppa í snjó þegar úti er þrjátíu stiga hiti og eyðimörk í næsta nágrenni. Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni. CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni.
CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira