Aldrei spilað við „klikkaðri“ aðstæður en í Kópavogi og afmælisbarnið fékk blástur Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 09:30 Liðsfélagarnir reyndu að blása hita í afmælisbarnið Esther González eftir leik. Eins og sjá má kyngdi niður snjó á meðan á leiknum stóð. Instagram/@asllani9 og Vísir/Vilhelm Sænska knattspyrnustjarnan Kosovare Asllani virtist njóta sín vel á Kópavogsvelli í fyrrakvöld en hún segir aðstæður þar þó hafa verið þær „klikkuðustu og köldustu“ sem hún hafi prófað á sínum ferli. Þó að Rangæingurinn Karitas Tómasdóttir hafi spilað hanskalaus í stuttermabol í snjóbylnum í Kópavogi þá virtist mörgum kalt þegar leikur Breiðabliks og Real Madrid fór fram í Meistaradeildinni í fótbolta. Það er sjaldgæft að keppnisleikir í fótbolta fari fram á Íslandi í desember en vegna nýs fyrirkomulags í Meistaradeild kvenna, og sterkrar stöðu úrvalsdeildar kvenna í evrópskum samanburði, má búast við fleiri desemberleikjum á næstu árum. Í fyrrakvöld fór að kyngja niður snjó áður en leikur Breiðabliks og Real hófst klukkan 20. Vallarstarfsmenn gerðu sitt til að moka snjó af vellinum fyrir leik og í hálfleik, en snjókoman hafði sín áhrif á leikinn og spila þurfti með appelsínugulan bolta. Asllani skoraði samt sem áður tvö mörk í 3-0 sigri Real. Á Instagram eftir leik skrifaði hún: „Stolt af frammistöðu liðsins í kvöld í klikkuðustu og köldustu aðstæðum sem ég hef nokkru sinni spilað í. 3-0 og komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vel gert lið.“ View this post on Instagram A post shared by Kosovare Asllani (@asllani9) Þess má geta að Asllani er 32 ára og hefur spilað með liðum í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Frakklandi, Englandi og nú Spáni, auk þess að leika vel á annað hundrað landsleikja fyrir Svíþjóð. Liðsfélagi Asllani, Esther González, fagnaði 28 ára afmæli í gær og á eflaust eftir að muna eftir þessum afmælisdegi. Eins og sjá má á myndinni hér efst reyndu vinkonur hennar að hlýja henni eftir leik með notkun hárblásara inni í búningsklefa, enda sú spænska enn óvanari kuldanum en Asllani. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Kópavogur Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjá meira
Þó að Rangæingurinn Karitas Tómasdóttir hafi spilað hanskalaus í stuttermabol í snjóbylnum í Kópavogi þá virtist mörgum kalt þegar leikur Breiðabliks og Real Madrid fór fram í Meistaradeildinni í fótbolta. Það er sjaldgæft að keppnisleikir í fótbolta fari fram á Íslandi í desember en vegna nýs fyrirkomulags í Meistaradeild kvenna, og sterkrar stöðu úrvalsdeildar kvenna í evrópskum samanburði, má búast við fleiri desemberleikjum á næstu árum. Í fyrrakvöld fór að kyngja niður snjó áður en leikur Breiðabliks og Real hófst klukkan 20. Vallarstarfsmenn gerðu sitt til að moka snjó af vellinum fyrir leik og í hálfleik, en snjókoman hafði sín áhrif á leikinn og spila þurfti með appelsínugulan bolta. Asllani skoraði samt sem áður tvö mörk í 3-0 sigri Real. Á Instagram eftir leik skrifaði hún: „Stolt af frammistöðu liðsins í kvöld í klikkuðustu og köldustu aðstæðum sem ég hef nokkru sinni spilað í. 3-0 og komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vel gert lið.“ View this post on Instagram A post shared by Kosovare Asllani (@asllani9) Þess má geta að Asllani er 32 ára og hefur spilað með liðum í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Frakklandi, Englandi og nú Spáni, auk þess að leika vel á annað hundrað landsleikja fyrir Svíþjóð. Liðsfélagi Asllani, Esther González, fagnaði 28 ára afmæli í gær og á eflaust eftir að muna eftir þessum afmælisdegi. Eins og sjá má á myndinni hér efst reyndu vinkonur hennar að hlýja henni eftir leik með notkun hárblásara inni í búningsklefa, enda sú spænska enn óvanari kuldanum en Asllani.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Kópavogur Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjá meira