Ætla að stórefla Konukot: Heimilislausar konur fá glæný smáhýsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2021 19:01 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segja að stórefla eigi starfsemi Konukots. Vísir/Egill Stórefla á starfsemi Konukots og tvær heimilislausar konur flytja brátt í glæný smáhýsi á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður vegna heimilislausra í borginni verði einn komma fjórir milljarða króna sem er tvöfalt meira en árið 2019. Á sama tíma hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa í borginni tvöfaldast og eru nú tæplega hundrað. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að aðstæður heimilislausra hafi stórbatnað á síðustu árum. „Fólk veit af neyðarskýlunum og er að nýta þau og nú er aldrei neinum vísað frá,“ segir Heiða. Velferðarráð ákvað að auki við styrki til Rótarinnar sem rekur Konukot um tæplega 30 milljónir á næsta ári. Framlag borgarinnar til verkefnisins verður því alls um 122 milljónir króna. „Við erum að stórefla þjónustuna í Konukoti. Við erum að endurhanna húsnæðið og endurhugsa þjónustuna. Hér eru konur á öllum aldri og við viljum reyna að mæta þörfum þeirra betur,“ segir Heiða. Endurhanna á Konukot en um 40-50 konur leita þangað daglega.Vísir/Egill Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir þetta aukaframlag hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starfsemina. Í hverjum mánuði leita um 40-50 konur í Konukot og um tólf sofa þar að jafnaði á hverjum degi. „Þetta er mikill fengur. Með þessu getum við ráðið inn fleiri starfsmenn og hætt að reiða okkur á sjálfboðaliða sem skiptir miklu máli. Þá verður hægt að lagfæra húsnæðið. Það mun hafa afar jákvæð áhrif og konurnar verða ekki alveg ofan í hvor annarri eins og nú er,“ segir Halldóra. Tvær heimilislausar konur flytja brátt inn í tvö glæný smáhýsi.Vísir/Egill Konukot mun einnig sinna þjónustu við konur sem flytja brátt í tvö glæný smáhýsi á sömu lóð. Fjöldi heimilislausra kvenna sótti um að fá að búa sér heimili í smáhýsunum og er verið að ákveða hverjar hreppa þau þessa dagana að sögn Halldóru. Smáhýsin við KonukotVísir/Egill Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður vegna heimilislausra í borginni verði einn komma fjórir milljarða króna sem er tvöfalt meira en árið 2019. Á sama tíma hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa í borginni tvöfaldast og eru nú tæplega hundrað. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að aðstæður heimilislausra hafi stórbatnað á síðustu árum. „Fólk veit af neyðarskýlunum og er að nýta þau og nú er aldrei neinum vísað frá,“ segir Heiða. Velferðarráð ákvað að auki við styrki til Rótarinnar sem rekur Konukot um tæplega 30 milljónir á næsta ári. Framlag borgarinnar til verkefnisins verður því alls um 122 milljónir króna. „Við erum að stórefla þjónustuna í Konukoti. Við erum að endurhanna húsnæðið og endurhugsa þjónustuna. Hér eru konur á öllum aldri og við viljum reyna að mæta þörfum þeirra betur,“ segir Heiða. Endurhanna á Konukot en um 40-50 konur leita þangað daglega.Vísir/Egill Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir þetta aukaframlag hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starfsemina. Í hverjum mánuði leita um 40-50 konur í Konukot og um tólf sofa þar að jafnaði á hverjum degi. „Þetta er mikill fengur. Með þessu getum við ráðið inn fleiri starfsmenn og hætt að reiða okkur á sjálfboðaliða sem skiptir miklu máli. Þá verður hægt að lagfæra húsnæðið. Það mun hafa afar jákvæð áhrif og konurnar verða ekki alveg ofan í hvor annarri eins og nú er,“ segir Halldóra. Tvær heimilislausar konur flytja brátt inn í tvö glæný smáhýsi.Vísir/Egill Konukot mun einnig sinna þjónustu við konur sem flytja brátt í tvö glæný smáhýsi á sömu lóð. Fjöldi heimilislausra kvenna sótti um að fá að búa sér heimili í smáhýsunum og er verið að ákveða hverjar hreppa þau þessa dagana að sögn Halldóru. Smáhýsin við KonukotVísir/Egill
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33