Ætla að stórefla Konukot: Heimilislausar konur fá glæný smáhýsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2021 19:01 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segja að stórefla eigi starfsemi Konukots. Vísir/Egill Stórefla á starfsemi Konukots og tvær heimilislausar konur flytja brátt í glæný smáhýsi á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður vegna heimilislausra í borginni verði einn komma fjórir milljarða króna sem er tvöfalt meira en árið 2019. Á sama tíma hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa í borginni tvöfaldast og eru nú tæplega hundrað. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að aðstæður heimilislausra hafi stórbatnað á síðustu árum. „Fólk veit af neyðarskýlunum og er að nýta þau og nú er aldrei neinum vísað frá,“ segir Heiða. Velferðarráð ákvað að auki við styrki til Rótarinnar sem rekur Konukot um tæplega 30 milljónir á næsta ári. Framlag borgarinnar til verkefnisins verður því alls um 122 milljónir króna. „Við erum að stórefla þjónustuna í Konukoti. Við erum að endurhanna húsnæðið og endurhugsa þjónustuna. Hér eru konur á öllum aldri og við viljum reyna að mæta þörfum þeirra betur,“ segir Heiða. Endurhanna á Konukot en um 40-50 konur leita þangað daglega.Vísir/Egill Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir þetta aukaframlag hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starfsemina. Í hverjum mánuði leita um 40-50 konur í Konukot og um tólf sofa þar að jafnaði á hverjum degi. „Þetta er mikill fengur. Með þessu getum við ráðið inn fleiri starfsmenn og hætt að reiða okkur á sjálfboðaliða sem skiptir miklu máli. Þá verður hægt að lagfæra húsnæðið. Það mun hafa afar jákvæð áhrif og konurnar verða ekki alveg ofan í hvor annarri eins og nú er,“ segir Halldóra. Tvær heimilislausar konur flytja brátt inn í tvö glæný smáhýsi.Vísir/Egill Konukot mun einnig sinna þjónustu við konur sem flytja brátt í tvö glæný smáhýsi á sömu lóð. Fjöldi heimilislausra kvenna sótti um að fá að búa sér heimili í smáhýsunum og er verið að ákveða hverjar hreppa þau þessa dagana að sögn Halldóru. Smáhýsin við KonukotVísir/Egill Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður vegna heimilislausra í borginni verði einn komma fjórir milljarða króna sem er tvöfalt meira en árið 2019. Á sama tíma hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa í borginni tvöfaldast og eru nú tæplega hundrað. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að aðstæður heimilislausra hafi stórbatnað á síðustu árum. „Fólk veit af neyðarskýlunum og er að nýta þau og nú er aldrei neinum vísað frá,“ segir Heiða. Velferðarráð ákvað að auki við styrki til Rótarinnar sem rekur Konukot um tæplega 30 milljónir á næsta ári. Framlag borgarinnar til verkefnisins verður því alls um 122 milljónir króna. „Við erum að stórefla þjónustuna í Konukoti. Við erum að endurhanna húsnæðið og endurhugsa þjónustuna. Hér eru konur á öllum aldri og við viljum reyna að mæta þörfum þeirra betur,“ segir Heiða. Endurhanna á Konukot en um 40-50 konur leita þangað daglega.Vísir/Egill Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir þetta aukaframlag hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starfsemina. Í hverjum mánuði leita um 40-50 konur í Konukot og um tólf sofa þar að jafnaði á hverjum degi. „Þetta er mikill fengur. Með þessu getum við ráðið inn fleiri starfsmenn og hætt að reiða okkur á sjálfboðaliða sem skiptir miklu máli. Þá verður hægt að lagfæra húsnæðið. Það mun hafa afar jákvæð áhrif og konurnar verða ekki alveg ofan í hvor annarri eins og nú er,“ segir Halldóra. Tvær heimilislausar konur flytja brátt inn í tvö glæný smáhýsi.Vísir/Egill Konukot mun einnig sinna þjónustu við konur sem flytja brátt í tvö glæný smáhýsi á sömu lóð. Fjöldi heimilislausra kvenna sótti um að fá að búa sér heimili í smáhýsunum og er verið að ákveða hverjar hreppa þau þessa dagana að sögn Halldóru. Smáhýsin við KonukotVísir/Egill
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33