„Ég er mjög ánægður með sigurinn, þetta snýst um að ná í sigra. Þetta var ekki gallalaust en ég átti heldur ekki von á því,“ sagði Friðrik.
Stemningin var frábær í Hellinum í kvöld og Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, frábærir.
„Engin spurning að þeir eiga stóran þátt í þessu. Stemningin hefur mikið að segja og gefur liðinu mikla innspýtingu. Ég er mjög ánægður þá í stúkunni.“
Friðrik segir að ef menn átti sig á því að ef menn gera hlutina saman þá er það vænlegra til árangurs en ef það er ekki gert.