Sebastian Alexandersson: „HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. desember 2021 22:14 Sebastian Alexandersson var ánægður með sína menn í kvöld þrátt fyrir tap á móti KA. Vísir/Vilhelm „Ég held bara áfram að vera heiðarlegur og segi að ég er brjálæðislega stoltur af mínu liði. Ég fullyrði það bara, ég veit að öllum þjálfurum þykir sitt lið best þá er ég bara þannig líka og finnst liðið mitt best,“ sagði Sebastian Alexanderson þjálfari HK eftir tap á móti KA í KA heimilinu í kvöld, 33-30. „Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“ Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
„Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“
Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti