Konan sem olli einu stærsta slysi í sögu Tour de France fær háa sekt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2021 23:00 Konan sem olli einu stærsta slysi Tour de France frá upphafi þarf að opna veskið. Anne-C - Pool/Getty Images Frönsk kona sem olli einu stærsta slys í sögu hjólreiðakeppninnar Tour de France hefur verið sektuð um 1200 evrur, eða tæplega 180 þúsund krónur. Konan hafði útbúið skilti úr pappaspjaldi þar sem hún hefði skrifað skilaboð til ömmu sinnar og afa. Til þess að freista þess að koma skilaboðunum til skila í sjónvarpsútsendingu teygði hún sig langt inn á brautina þar sem hjólreiðakapparnir komu á meiri ferðinni. Skiltið vakti svo sannarlega athygli, en kannski ekki af þeim ástæðum sem konan vonaðist eftir. Skiltið rakst í einn keppandann, Þjóðverjann Tony Martin, með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar og flestir, ef ekki allir, sem á eftir honum komu fóru sömu leið. Tveir keppendur þurftu að draga sig úr keppni og aðrir átta þurftu á aðhlynningu að halda vegna meiðsla sinna. Ásamt sektinni háu var konunni einnig gert að greiða franska hjólreiðasambandinu táknræna einnar evru sekt. A fan just caused a MASSIVE crash at the very beginning of the Tour De France 😬 pic.twitter.com/6q5TwQRBdU— Blake Harms (@wxblakeharms) June 26, 2021 Saksóknarar fóru fram á að konan yrði dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stofna lífum fólks í hættu og fyrir að óviljandi valda öðrum skaða, en drógu þó í land og viðurkenndu að konan hafi sýnt mikla iðrun og sögðu bersýnilegt að hún gerði sér grein fyrir hversu glórulaust athæfið væri. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Konan hafði útbúið skilti úr pappaspjaldi þar sem hún hefði skrifað skilaboð til ömmu sinnar og afa. Til þess að freista þess að koma skilaboðunum til skila í sjónvarpsútsendingu teygði hún sig langt inn á brautina þar sem hjólreiðakapparnir komu á meiri ferðinni. Skiltið vakti svo sannarlega athygli, en kannski ekki af þeim ástæðum sem konan vonaðist eftir. Skiltið rakst í einn keppandann, Þjóðverjann Tony Martin, með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar og flestir, ef ekki allir, sem á eftir honum komu fóru sömu leið. Tveir keppendur þurftu að draga sig úr keppni og aðrir átta þurftu á aðhlynningu að halda vegna meiðsla sinna. Ásamt sektinni háu var konunni einnig gert að greiða franska hjólreiðasambandinu táknræna einnar evru sekt. A fan just caused a MASSIVE crash at the very beginning of the Tour De France 😬 pic.twitter.com/6q5TwQRBdU— Blake Harms (@wxblakeharms) June 26, 2021 Saksóknarar fóru fram á að konan yrði dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stofna lífum fólks í hættu og fyrir að óviljandi valda öðrum skaða, en drógu þó í land og viðurkenndu að konan hafi sýnt mikla iðrun og sögðu bersýnilegt að hún gerði sér grein fyrir hversu glórulaust athæfið væri.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira