Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo tóku á móti Janusi Daða Smárasyni og félögum í Göppingen. Jafnt var á öllum tölum fyrstu mínútur leiksins, en í stöðunni 8-8 tóku heimamenn yfir og náðu fjögurra marka forystu fyrir hálfleik. Staðan þegar gengið var til búningsherbergja var 15-11, Lemgo í vil.
Bjarki og félagar höfðu svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Lokatölur urðu 34-26, en Bjarki Már skoraði átta mörk fyrir Lemgo og Janus Daði fjögur fyrir Göppingen.
Lemgo er nú í áttunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum á eftir Göppingen sem sitja í sjötta sæti og hafa leikið einum leik meira.
Das war: SPITZE! 💯#tbvlemgolippe #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/Lec3aLo64R
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 12, 2021
Þá unnu Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg marka stórsigur er liðið tók á móti Leipzig.
Heimamenn í Flensburg höfðu fjögurra marka forystu í þegar flautað var til hálfleiks og náðu mest tólf marka forskoti í seinni hálfleik.
Lokatölur urðu 31-21 þar sem Teitur Örn skoraði fjögur fyrir heimamenn, en Flensburg er nú jafnt Fuchse Berlin í þriðja sæti með 20 stig eftir 14 leiki.
Að lokum skoraði Viggó Kristjánsson sex mörk fyrir Stuttgart og Andri Már Rúnarsson tvö er liðið tapaði með tólf mörkum gegn Hannover-Burgdorf, 22-34.