Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Snorri Másson skrifar 12. desember 2021 19:46 Elín Ásvaldsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum frá 1993 og segist því miður vön hvirfilbyljunum. Hún slapp við hættu að þessu sinni, en veðrin verða sífellt verri. Stöð 2 Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín. Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55