Bróðir Lewis Hamilton segir FIA vera til skammar og fékk „like“ frá Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 15:00 Lewis Hamilton fékk mikið hrós fyrir hvernig hann tók svekkjandi tapi með mikilli reisn. EPA-EFE/KAMRAN JEBREILI Lewis Hamilton missti heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt um helgina til Max Verstappen eftir dramatískan og umdeildan lokakafla þar sem Verstappen komst fram úr honum á síðasta hringnum. Hamilton hafði orðið heimsmeistari fimm ár í röð oftast með yfirburðum en rétt missti nú af titlinum eftir æsispennandi keppni. Hann sýndi mikla stillingu í viðtölum eftir keppni og framkoma hans var til mikillar fyrirmyndar þrátt fyrir allt svekkelsið. Even Usain Bolt 'liked' the post with Nicolas Hamilton calling his brother the 'true champion' https://t.co/TkbaBGsa0c— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 13, 2021 Yngri bróðir hans Nicholas lét Alþjóðlega Akstursíþróttasambandið, FIA, hins vegar heyra það á samfélagsmiðlum. „FIA braut sínar eigin reglur sem er til skammar fyrir okkar íþrótt. Þrátt fyrir að fengið svona ósanngjarna meðferð þá var Hamilton auðmjúkur eftir tapið,“ skrifaði Nicholas. Hann kallaði bróður sinn jafnframt hinn sanna meistara. Forráðamenn Mercedes kærðu tvær ákvarðanir mótshaldara í lokin en kærunum var báðum vísað frá. Það er þó ekki vita hvort að Mercedes liðið ætlar að áfrýja enn frekar. „Faðir minn, maðurinn sem ól okkur upp, fór til Max og föður hans Jos og óskaði þeim til hamingju. Fólk getur sagt það sem það vill um okkur en framkoma föður míns sýnir og sannar fyrir öllu efasemdafólkinu og þeim sem hata okkur, hverjir Hamiltons feðgar eru í raun og veru,“ skrifaði Nicholas. View this post on Instagram A post shared by Nicolas Hamilton (@nicolashamilton) „Að afsanna hluti er partur af okkar DNA sem Lewis gerir á hverjum degi. Hann sýndi ótrúlega fagmennsku og háttprýði á þessari erfiðu stundu og það þrátt fyrir að íþróttin, sem hann hefur gefið svo mikið, hafi brugðist honum,“ skrifaði Nicholas. „Ég vil óska Max til hamingju með frábært tímabil,“ skrifaði Nicholas að lokum. Það voru margir sammála Nicholas Hamilton og einn af þeim var sjálfur Usain Bolt sem setti „like“ við færsluna. Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton hafði orðið heimsmeistari fimm ár í röð oftast með yfirburðum en rétt missti nú af titlinum eftir æsispennandi keppni. Hann sýndi mikla stillingu í viðtölum eftir keppni og framkoma hans var til mikillar fyrirmyndar þrátt fyrir allt svekkelsið. Even Usain Bolt 'liked' the post with Nicolas Hamilton calling his brother the 'true champion' https://t.co/TkbaBGsa0c— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 13, 2021 Yngri bróðir hans Nicholas lét Alþjóðlega Akstursíþróttasambandið, FIA, hins vegar heyra það á samfélagsmiðlum. „FIA braut sínar eigin reglur sem er til skammar fyrir okkar íþrótt. Þrátt fyrir að fengið svona ósanngjarna meðferð þá var Hamilton auðmjúkur eftir tapið,“ skrifaði Nicholas. Hann kallaði bróður sinn jafnframt hinn sanna meistara. Forráðamenn Mercedes kærðu tvær ákvarðanir mótshaldara í lokin en kærunum var báðum vísað frá. Það er þó ekki vita hvort að Mercedes liðið ætlar að áfrýja enn frekar. „Faðir minn, maðurinn sem ól okkur upp, fór til Max og föður hans Jos og óskaði þeim til hamingju. Fólk getur sagt það sem það vill um okkur en framkoma föður míns sýnir og sannar fyrir öllu efasemdafólkinu og þeim sem hata okkur, hverjir Hamiltons feðgar eru í raun og veru,“ skrifaði Nicholas. View this post on Instagram A post shared by Nicolas Hamilton (@nicolashamilton) „Að afsanna hluti er partur af okkar DNA sem Lewis gerir á hverjum degi. Hann sýndi ótrúlega fagmennsku og háttprýði á þessari erfiðu stundu og það þrátt fyrir að íþróttin, sem hann hefur gefið svo mikið, hafi brugðist honum,“ skrifaði Nicholas. „Ég vil óska Max til hamingju með frábært tímabil,“ skrifaði Nicholas að lokum. Það voru margir sammála Nicholas Hamilton og einn af þeim var sjálfur Usain Bolt sem setti „like“ við færsluna.
Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira