Fótbolti

Milos látinn fara frá Hammar­by

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Milos Milojevic hefur verið rekinn frá Hammarby.
Milos Milojevic hefur verið rekinn frá Hammarby. EPA/Stina Stjernkvist

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, var í dag látinn taka poka sinn hjá sænska félaginu Hammarby. Milos hefur verið orðaður við norska stórliðið Rosenborg en viðræður sigldu í strand. Hann er nú án atvinnu.

Milos stýrði Hammarby frá því í júní á þessu ári og hjálpaði Hammarby að enda í 5. sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Hann daðraði í kjölfarið við starfið hjá Rosenborg sem virðist hafa farið í stjórn Hammarby.

Hún gaf út að vegna atburða undanfarinna daga hafi verið ákveðið að láta Milos fara.

Milos hefur þjálfað Víking og Breiðablik hér á landi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari Rauðu Stjörnunnar í Serbíu sem og aðstoðar- og aðalþjálfari hjá sænska liðinu Mjällby.


Tengdar fréttir

Milos sagður hafna Rosenborg

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að afþakka boð um að taka við norska stórveldinu Rosenborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×