Fengu pítsu og kók en nöguðu líka neglur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 14:31 Svíarnir nutu þess að gæða sér á pítsum um leið og þess var beðið að sjá hvort Svíþjóð kæmist í 8-liða úrslitin. Instagram/@handbollslandslaget Það var spennuþrungið andrúmsloft á hóteli sænska kvennalandsliðsins í handbolta í gærkvöld þegar liðið beið þess að vita örlög sín á HM á Spáni. Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland. HM 2021 í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira