Upplýsingar um landsmenn í hættu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2021 12:01 Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja og stofnana séu meðvitaðir um algengan veikleika í tölvukerfum fyrirtækja en hann geti valdið miklum skaða. Vísir/Egill Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. Ríkislögreglustjóri ákvað í gær samráði við Cert-is og Fjarskiptastofu að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna svokallaðs Log4j veikleika sem getur valdið verulegum skaða í tölvu-og netkerfum fyrirtækja. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir tölvudeildir fyrirtækja nú á fullu að reyna að finna út hvort að veikleikinn sé búinn að koma sér fyrir í þeirra kerfum. Þegar séu komnar tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi hér á landi. Vilja upplýsa landsmenn um hættuna „Þetta er grafalvarlegt og ástæðan fyrir því að farið er á óvissustig almannavarna er að upplýsingar um landsmenn eru í hættu. Mestar líkur eru á að gögn fyrirtækja séu tekin í gíslatöku og menn þurfi þá að leysa þau úr gíslingu. Eða sem er verra að persónugreinanlegum gögnum er lekið eins og t.d. sjúkraskrám. Við sjáum að það er verið að reyna að misnota þennan veikleika hjá okkar viðskiptavinum enn sem komið er hefur það hins vegar ekki heppnast en það er bara tímaspursmál,“ segir Valdimar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir öll kerfi ríkisins vegna vandans. Það sé kostnaðarsamt en marg borgi sig. Unnið sé að því að byggja upp varnir. Valdimar segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu meðvitaðir um vandann. Við erum að búa til ákveðna spurningalista fyrir stjórnendur sem þeir geta þá spurt sína tæknimenn til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu á réttri leið,“ segir hann. Valdimar segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu alltaf á vaktinni vegna vandans. Getur leynst djúpt í kerfum „Árásirnar gerast oft þannig að þessir aðilar velja sér tíma þar sem er minnst eftirlit og sem minnst viðbragð því viðbragðið við árásinni skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hvet fyrirtæki til að vera virkilega mikið á varðbergi næstu vikurnar alla vega. Menn þurfa að vera að vakta kerfin sín helst allan sólarhringinn alla daga vikunnar,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki sé nóg að uppfæra tölvur og tölvukerfi svarar hann. „Ef að meinfýsinn aðili er búinn að koma sínum kóða fyrir í tölvuneti fyrirtækis þá er hann þar til staðar þó að kerfið sé uppfært. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerist er að fara í gegnum atvikaskrá og greina hvort að óeðlilegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir á kerfunum. Fara þá í vinnu að fjarlægja hann. Þetta er mjög erfitt því að þessi kóðaklasi log 4j getur leynst mjög djúpt í kerfunum og því er erfitt að finna hann.“ Minecraft er vinsæll tölvuleikur sem getur borðið veikleikann í heimilistölvur. „Minecraft- spilari náði að taka yfir tölvu mótspilara og náði fullum yfirráðum á þeirri vél. Þetta segir okkur það að heimilistölvur geta verið veikar og því afar mikilvægt að uppfæra þær,“ segir Valdimar. Tölvuárásir Lögreglumál Netöryggi Fjarskipti Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri ákvað í gær samráði við Cert-is og Fjarskiptastofu að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna svokallaðs Log4j veikleika sem getur valdið verulegum skaða í tölvu-og netkerfum fyrirtækja. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir tölvudeildir fyrirtækja nú á fullu að reyna að finna út hvort að veikleikinn sé búinn að koma sér fyrir í þeirra kerfum. Þegar séu komnar tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi hér á landi. Vilja upplýsa landsmenn um hættuna „Þetta er grafalvarlegt og ástæðan fyrir því að farið er á óvissustig almannavarna er að upplýsingar um landsmenn eru í hættu. Mestar líkur eru á að gögn fyrirtækja séu tekin í gíslatöku og menn þurfi þá að leysa þau úr gíslingu. Eða sem er verra að persónugreinanlegum gögnum er lekið eins og t.d. sjúkraskrám. Við sjáum að það er verið að reyna að misnota þennan veikleika hjá okkar viðskiptavinum enn sem komið er hefur það hins vegar ekki heppnast en það er bara tímaspursmál,“ segir Valdimar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir öll kerfi ríkisins vegna vandans. Það sé kostnaðarsamt en marg borgi sig. Unnið sé að því að byggja upp varnir. Valdimar segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu meðvitaðir um vandann. Við erum að búa til ákveðna spurningalista fyrir stjórnendur sem þeir geta þá spurt sína tæknimenn til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu á réttri leið,“ segir hann. Valdimar segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu alltaf á vaktinni vegna vandans. Getur leynst djúpt í kerfum „Árásirnar gerast oft þannig að þessir aðilar velja sér tíma þar sem er minnst eftirlit og sem minnst viðbragð því viðbragðið við árásinni skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hvet fyrirtæki til að vera virkilega mikið á varðbergi næstu vikurnar alla vega. Menn þurfa að vera að vakta kerfin sín helst allan sólarhringinn alla daga vikunnar,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki sé nóg að uppfæra tölvur og tölvukerfi svarar hann. „Ef að meinfýsinn aðili er búinn að koma sínum kóða fyrir í tölvuneti fyrirtækis þá er hann þar til staðar þó að kerfið sé uppfært. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerist er að fara í gegnum atvikaskrá og greina hvort að óeðlilegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir á kerfunum. Fara þá í vinnu að fjarlægja hann. Þetta er mjög erfitt því að þessi kóðaklasi log 4j getur leynst mjög djúpt í kerfunum og því er erfitt að finna hann.“ Minecraft er vinsæll tölvuleikur sem getur borðið veikleikann í heimilistölvur. „Minecraft- spilari náði að taka yfir tölvu mótspilara og náði fullum yfirráðum á þeirri vél. Þetta segir okkur það að heimilistölvur geta verið veikar og því afar mikilvægt að uppfæra þær,“ segir Valdimar.
Tölvuárásir Lögreglumál Netöryggi Fjarskipti Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07