„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“ Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 14. desember 2021 14:54 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir fólk á að bólusetningar séu val. Málið sé eðlilega mjög viðkvæmt og þar tali faðirinn Willum en ekki ráðherrann. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða. Willum Þór ræddi bólusetningar barna að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti fyrir þremur vikum notkun bóluefnis Pfizer fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bóluefnið hefur verið pantað og er á leið til landsins en reiknað er með markaðsleyfi hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst reikna með því að bólusetningin hefjist aðra vikuna í janúar. Fyrir liggur að ekki verður bólusett í Laugardalshöll en hugsanlega í grunnskólum. „Ég ítreka að þetta verður alltaf val. Það er rosalega mikilvægt, ef við bjóðum þetta svona, að við undirbúum það vel með öllum tiltækum upplýsingum og ráðum. Vöndum okkur við þetta. Þetta er mjög viðkvæmt mál og eðlilega. Nú er ég bara að tala sem foreldri,“ segir Willum Þór. Hann segir samtal í gangi um framkvæmdina. „Heilsugæslan er að undirbúa framkvæmdina á þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig það verður framkvæmt.“ Yfirstandandi bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri. „Það er auðvitað búið að leggja til grundvallar um hvað þetta snýst, að vernda börnin. Þannig verðum við að horfa á þetta. En á sama tíma þarf að leggja áherslu á að þetta er val, sem er í boði. Svo er framkvæmdin og upplýsingagjöfin lykilatriði í þessu.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Réttindi barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Willum Þór ræddi bólusetningar barna að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti fyrir þremur vikum notkun bóluefnis Pfizer fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bóluefnið hefur verið pantað og er á leið til landsins en reiknað er með markaðsleyfi hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst reikna með því að bólusetningin hefjist aðra vikuna í janúar. Fyrir liggur að ekki verður bólusett í Laugardalshöll en hugsanlega í grunnskólum. „Ég ítreka að þetta verður alltaf val. Það er rosalega mikilvægt, ef við bjóðum þetta svona, að við undirbúum það vel með öllum tiltækum upplýsingum og ráðum. Vöndum okkur við þetta. Þetta er mjög viðkvæmt mál og eðlilega. Nú er ég bara að tala sem foreldri,“ segir Willum Þór. Hann segir samtal í gangi um framkvæmdina. „Heilsugæslan er að undirbúa framkvæmdina á þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig það verður framkvæmt.“ Yfirstandandi bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri. „Það er auðvitað búið að leggja til grundvallar um hvað þetta snýst, að vernda börnin. Þannig verðum við að horfa á þetta. En á sama tíma þarf að leggja áherslu á að þetta er val, sem er í boði. Svo er framkvæmdin og upplýsingagjöfin lykilatriði í þessu.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Réttindi barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira