Einn vinsælasti jólamatur landsmanna Ali kynnir 15. desember 2021 08:55 Íslendingum finnst ilmurinn af hamborgarhrygg órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Hamborgarhryggurinn frá Ali tilheyrir íslenskum jólum. „Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C. Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
„Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C.
Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira