Fótbolti

Böðvar í byrjunarliðinu er Helsingborg tryggði sér sæti í úrvalsdeild

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Böðvar í leik með Jagiellonia í pólsku deildinni, en hann og félagar hans í Helsingborg tryggðu sér í kvöld sæti í sænsku úrvalsdeildinni.
Böðvar í leik með Jagiellonia í pólsku deildinni, en hann og félagar hans í Helsingborg tryggðu sér í kvöld sæti í sænsku úrvalsdeildinni. getty/ Mateusz Slodkowski

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Helsingborg er liðið tryggði sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni með 1-3 útisigri gegn Halmstad.

Leikurinn var síðari leikur liðanna í umspili, en Halmstad hafði unnið fyrri leikinn 0-1.

Wilhelm Loeper kom gestunum í Helsingborg yfir á 32. mínútu, en Samuel Kroon jafnaði metin sjö mínútum síðar og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Böðvar var tekinn af velli á 64. mínútu og lengi vel leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan. Anthony van den Hurk kom gestunum þó í 1-2 þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, og varamaðurinn Rasmus Karjalainen gulltryggði 1-3 sigur Helsingborg.

Samanlögð niðurstaða varð 3-2 sigur Helsingborg og Böðvar og félagar taka því sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili á kostnað Halmstad sem fellur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×