Heimamenn í GOG settu tóninn snemma og komust fljótt í fimm marka forystu. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir það í fyrri hálfleik og GOG fó með sjö marka forystu inn í búningsherbergi, staðan 18-11.
Toppliðið keyrði svo algjörlega yfir gestina á fyrri hluta seinni hálfleiks. GOG náði mest 13 marka forystu og vann að lokum níu marka sigur, 35-26.
GOG situr á toppi dönsku deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, sex stigum fyrir ofan Íslendingalið Álaborgar sem verma annað sætið. Sønderjyske situr hins vegar í tíunda sæti með 11 stig.