Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. desember 2021 22:01 Þau Gói og Inga voru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. Guðjón Davíð Karlsson eða Gói er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og hefur hann í gegnum tíðina leikið í fjölda verka á fjölum leikhúsanna, í sjónvarpi og kvikmyndum, samið handrit og leikstýrt bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Betri helmingur Góa er Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, alltaf kölluð Inga. Hún var í hjúkrunarfræðinámi þegar hún varð vitni að fyrstu barnsfæðingunni og varð hún staðráðin í því að gerast ljósmóðir en sá draumur rættist. Þau Gói og Inga voru gestir í 35. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Eiga Djúpu lauginni hjónabandið að þakka Í þættinum segir Inga frá því þegar hún leit Góa fyrst augum þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni. „Þetta var svona PR mál fyrir söngleikinn Grease. Birgitta Haukdal og Jónsi stýrðu einum þætti og við leikararnir vorum þátttakendur í Djúpu lauginni. Við fundum ástina þar. Ég fór á deit með Margréti Eir og ávöxtur þess deits var hjónaband með Ingu,“ útskýrir Gói. Þau Inga og Gói áttu sameiginlegan vin, Hannes Egilsson, sem var dansari í sýningunni með Góa. Daginn eftir þennan þátt af Djúpu lauginni, hitti Inga Hannes í partýi og tjáði honum að henni þætti þessi Gói nú svolítið sætur. „Hann segir þá við mig „heyrðu veistu það þið bara passið mjög vel saman“ og hann gaf mér númerið hjá honum og ég sendi honum bara sms og við fórum að tala saman í gegnum sms í nokkrar vikur.“ „En hún týndi fyrst símanum sínum. Ég fæ bara skilaboð og svara „hver er þetta?“ og hitti svo Hannes daginn eftir og hann segir mér frá þeirra samskiptum og segir mér að hún hafi ætlað að senda mér skilaboð,“ en ekkert heyrðist frá Ingu þar til síminn kom aftur í leitirnar nokkrum dögum síðar. Þá hófst samtal sem leiddi til þess að þau ákváðu að hittast. „Ég hafði náttúrlega séð hann í sjónvarpinu og vissi að mér fannst hann sætur en hann var að fara í algjöra óvissu.“ En þrátt fyrir að hafa aldrei litið Ingu augum var hann strax orðinn nokkuð hrifin af henni eftir að hafa spjallað við hana í síma. „Það er svolítið skrítið að segja það, en það sem heillaði mig eiginlega mest við hana er að yfirleitt alltaf þegar við hringdumst á þá var hún yfirleitt hjá ömmu sinni að borða slátur eða saltkjöt, allt einhver svona strangheiðarlegur og góður matur. Þá hugsaði ég bara „þetta er kona drauma minna, she's mine“. „Þetta kostaði mig en ég sé ekki eftir krónu“ Nokkrum vikum eftir að þau hittust fyrst þurfti Gói að fara erlendis í sex vikur. Á meðan á dvölinni stóð hringdi hann í Ingu og sendi henni SMS á hverjum einasta degi, sem endaði á því að hann fékk símreikning upp á hundrað þúsund krónur. „Ég man bara að ári seinna ári seinna flytjum við til Akureyrar og mánaðarlaunin mín þar voru svona 120 þúsund kall, þannig þetta voru nánast mánaðarlaun.“ „Ég var svo hræddur um að missa hana. Við vorum bara búin að hittast nokkrum sinnum, vorum búin að fara í leikhús og aðeins farin að spjalla en það var ekkert fast í hendi. Þannig þetta kostaði mig en ég sé ekki eftir krónu.“ Þegar Gói kom heim eftir ferðina kom hann og sótti Ingu þar sem þau voru á leið í leikhús. Þegar Inga steig inn í bílinn mætti henni stór blómvöndur. „Mér fannst þetta svo væmið og ég bara gat þetta ekki, ég gat ekki þessi blóm! Þannig ég horfi á hann og segi: „Æ, æ, ég er með rosalegt ofnæmi fyrir blómum“. Ástæðan fyrir þeirri lygi var ekki aðeins sú að henni hafi þótt þetta vera of væmið, heldur gat hún ekki hugsað sér að koma heim með blómvönd þar sem foreldrar hennar myndu þá fatta að hún hefði verið á stefnumóti. „Ég var búin að lofa mömmu að vera ekki að deita neitt meira. Ég átti bara að einbeita mér að skólanum, ég var að fara útskrifast sem stúdent og var búin að lofa því að geyma deit fram að útskrift.“ Þau Inga og Gói hafa verið saman frá árinu 2003. Lífið er merkilegra en vinnan Í dag eiga þau Inga og Gói þrjú börn og segja þau frá því hvernig þeim hefur tekist að samstilla fjölskyldulífið og atvinnu þeirra beggja en hvorugt þeirra vinnur hefðbundna níu til fimm vinnu. Þó svo að þeim hafi tekist að finna jafnvægi í dag, þá var það kannski ekki alveg þannig í upphafi. Gói þurfti til dæmis að rjúka upp á svið beint eftir fæðingu frumburðarins. „Ég fer af stað þarna á föstudagsmorgni og ég man að hann segir „ó shit það er föstudagur, það eru tvær sýningar í kvöld!“. Svo förum við upp á spítala og hann er alltaf að djöflast í ljósmóðurinni og spyrja hvenær þetta er búið.“ Frumburðurinn fæddist hins vegar klukkutíma fyrir fyrri sýninguna svo Gói rétt náði upp í Borgarleikhús. Gói viðurkennir þó að hann myndi aldrei fara svona að í dag, enda hafi hann lært mikið á þessum þrettán árum. „Það er svolítið skrítið að vera í vinnu sem er búið að stimpla inn í mann að sé mikilvægari en allt og eigi að ganga fyrir öllu. Ekki svo að skilja að ég beri ekki virðingu fyrir minni vinnu og maður má ekki gleyma því að maður er auðvitað að lifa drauminn sinn. En að því sögðu þá er samt lífið miklu stærra og merkilegra.“ Spurði krónprinsinn hvort hann væri fullur Þau Inga og Gói leggja mikla áherslu á það að börnin fái að eiga gæðastundir með foreldrunum án hinna systkinanna. Þau hafa til dæmis farið með einn soninn á tónleika og dótturina í verslunarferðir. Eitt föstudagskvöldið ákváðu þau því að fara með eldri son sinn út að borða á veitingastaðnum Snaps. „Við förum þarna og fáum borð og pöntum okkur mat og það er rosalega mikið af fólki. Næsta borð við okkur var svona tuttugu manna langborð. Við sitjum þarna og erum að borða þegar vinkona Ingu kemur til hennar og segir henni að Friðrik krónprins af Danmörku sitji á borðinu. Inga er nota bene mesti royalisti sem til er og hún bara snappaði!“ Hún gat því ekki hugsað sér að yfirgefa staðinn án þess að fá mynd með krónprinsinum. Góa fannst það ekki vera góð hugmynd. Inga gat hins vegar ekki hætt að fylgjast með krónprinsinum og Gói og sonur þeirra fengu varla nokkra athygli. „Svo stend ég upp og fer að borga, með hana alltaf í sjónlínu. Þegar ég er svo að stimpla inn pin númerið þá sé ég hana eins og blettatígur sem er búinn að finna bráðina.“ „Hún er að búa sig undir að standa upp til að gera eitthvað og ég hugsa bara guð minn góður og hraða mér að borðinu. Hún stendur upp og ég næ ekki að stoppa hana, þar til hún stendur yfir Friðriki krónprins af Danmörku.“ Inga beygir sig þá niður og hvíslar í eyrað hans en Gói efast um að nokkur maður hafi áður gert það, þar sem það gilda ákveðnar reglur um það hvernig þú átt að nálgast konungsfólk. En Inga brýtur allar reglur og spyr prinsinn á góðri dönsku: „Er du fuld?“ en við þetta missti Gói andlitið. „En bara svo það sé sagt þá vorum á deiti með syni okkar og það var ekki míkró millilíter af áfengi í blóðinu okkar,“ tekur Gói fram. Prinsinn stendur hins vegar upp og á í kjölfarið gott spjall við þau Ingu og Góa. Þau yfirgáfu loks veitingastaðinn og var Inga himinlifandi með að hafa spjallað við sjálfan krónprinsinn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Góa og Ingu í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00 Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00 Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50 Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Guðjón Davíð Karlsson eða Gói er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og hefur hann í gegnum tíðina leikið í fjölda verka á fjölum leikhúsanna, í sjónvarpi og kvikmyndum, samið handrit og leikstýrt bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Betri helmingur Góa er Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, alltaf kölluð Inga. Hún var í hjúkrunarfræðinámi þegar hún varð vitni að fyrstu barnsfæðingunni og varð hún staðráðin í því að gerast ljósmóðir en sá draumur rættist. Þau Gói og Inga voru gestir í 35. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Eiga Djúpu lauginni hjónabandið að þakka Í þættinum segir Inga frá því þegar hún leit Góa fyrst augum þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni. „Þetta var svona PR mál fyrir söngleikinn Grease. Birgitta Haukdal og Jónsi stýrðu einum þætti og við leikararnir vorum þátttakendur í Djúpu lauginni. Við fundum ástina þar. Ég fór á deit með Margréti Eir og ávöxtur þess deits var hjónaband með Ingu,“ útskýrir Gói. Þau Inga og Gói áttu sameiginlegan vin, Hannes Egilsson, sem var dansari í sýningunni með Góa. Daginn eftir þennan þátt af Djúpu lauginni, hitti Inga Hannes í partýi og tjáði honum að henni þætti þessi Gói nú svolítið sætur. „Hann segir þá við mig „heyrðu veistu það þið bara passið mjög vel saman“ og hann gaf mér númerið hjá honum og ég sendi honum bara sms og við fórum að tala saman í gegnum sms í nokkrar vikur.“ „En hún týndi fyrst símanum sínum. Ég fæ bara skilaboð og svara „hver er þetta?“ og hitti svo Hannes daginn eftir og hann segir mér frá þeirra samskiptum og segir mér að hún hafi ætlað að senda mér skilaboð,“ en ekkert heyrðist frá Ingu þar til síminn kom aftur í leitirnar nokkrum dögum síðar. Þá hófst samtal sem leiddi til þess að þau ákváðu að hittast. „Ég hafði náttúrlega séð hann í sjónvarpinu og vissi að mér fannst hann sætur en hann var að fara í algjöra óvissu.“ En þrátt fyrir að hafa aldrei litið Ingu augum var hann strax orðinn nokkuð hrifin af henni eftir að hafa spjallað við hana í síma. „Það er svolítið skrítið að segja það, en það sem heillaði mig eiginlega mest við hana er að yfirleitt alltaf þegar við hringdumst á þá var hún yfirleitt hjá ömmu sinni að borða slátur eða saltkjöt, allt einhver svona strangheiðarlegur og góður matur. Þá hugsaði ég bara „þetta er kona drauma minna, she's mine“. „Þetta kostaði mig en ég sé ekki eftir krónu“ Nokkrum vikum eftir að þau hittust fyrst þurfti Gói að fara erlendis í sex vikur. Á meðan á dvölinni stóð hringdi hann í Ingu og sendi henni SMS á hverjum einasta degi, sem endaði á því að hann fékk símreikning upp á hundrað þúsund krónur. „Ég man bara að ári seinna ári seinna flytjum við til Akureyrar og mánaðarlaunin mín þar voru svona 120 þúsund kall, þannig þetta voru nánast mánaðarlaun.“ „Ég var svo hræddur um að missa hana. Við vorum bara búin að hittast nokkrum sinnum, vorum búin að fara í leikhús og aðeins farin að spjalla en það var ekkert fast í hendi. Þannig þetta kostaði mig en ég sé ekki eftir krónu.“ Þegar Gói kom heim eftir ferðina kom hann og sótti Ingu þar sem þau voru á leið í leikhús. Þegar Inga steig inn í bílinn mætti henni stór blómvöndur. „Mér fannst þetta svo væmið og ég bara gat þetta ekki, ég gat ekki þessi blóm! Þannig ég horfi á hann og segi: „Æ, æ, ég er með rosalegt ofnæmi fyrir blómum“. Ástæðan fyrir þeirri lygi var ekki aðeins sú að henni hafi þótt þetta vera of væmið, heldur gat hún ekki hugsað sér að koma heim með blómvönd þar sem foreldrar hennar myndu þá fatta að hún hefði verið á stefnumóti. „Ég var búin að lofa mömmu að vera ekki að deita neitt meira. Ég átti bara að einbeita mér að skólanum, ég var að fara útskrifast sem stúdent og var búin að lofa því að geyma deit fram að útskrift.“ Þau Inga og Gói hafa verið saman frá árinu 2003. Lífið er merkilegra en vinnan Í dag eiga þau Inga og Gói þrjú börn og segja þau frá því hvernig þeim hefur tekist að samstilla fjölskyldulífið og atvinnu þeirra beggja en hvorugt þeirra vinnur hefðbundna níu til fimm vinnu. Þó svo að þeim hafi tekist að finna jafnvægi í dag, þá var það kannski ekki alveg þannig í upphafi. Gói þurfti til dæmis að rjúka upp á svið beint eftir fæðingu frumburðarins. „Ég fer af stað þarna á föstudagsmorgni og ég man að hann segir „ó shit það er föstudagur, það eru tvær sýningar í kvöld!“. Svo förum við upp á spítala og hann er alltaf að djöflast í ljósmóðurinni og spyrja hvenær þetta er búið.“ Frumburðurinn fæddist hins vegar klukkutíma fyrir fyrri sýninguna svo Gói rétt náði upp í Borgarleikhús. Gói viðurkennir þó að hann myndi aldrei fara svona að í dag, enda hafi hann lært mikið á þessum þrettán árum. „Það er svolítið skrítið að vera í vinnu sem er búið að stimpla inn í mann að sé mikilvægari en allt og eigi að ganga fyrir öllu. Ekki svo að skilja að ég beri ekki virðingu fyrir minni vinnu og maður má ekki gleyma því að maður er auðvitað að lifa drauminn sinn. En að því sögðu þá er samt lífið miklu stærra og merkilegra.“ Spurði krónprinsinn hvort hann væri fullur Þau Inga og Gói leggja mikla áherslu á það að börnin fái að eiga gæðastundir með foreldrunum án hinna systkinanna. Þau hafa til dæmis farið með einn soninn á tónleika og dótturina í verslunarferðir. Eitt föstudagskvöldið ákváðu þau því að fara með eldri son sinn út að borða á veitingastaðnum Snaps. „Við förum þarna og fáum borð og pöntum okkur mat og það er rosalega mikið af fólki. Næsta borð við okkur var svona tuttugu manna langborð. Við sitjum þarna og erum að borða þegar vinkona Ingu kemur til hennar og segir henni að Friðrik krónprins af Danmörku sitji á borðinu. Inga er nota bene mesti royalisti sem til er og hún bara snappaði!“ Hún gat því ekki hugsað sér að yfirgefa staðinn án þess að fá mynd með krónprinsinum. Góa fannst það ekki vera góð hugmynd. Inga gat hins vegar ekki hætt að fylgjast með krónprinsinum og Gói og sonur þeirra fengu varla nokkra athygli. „Svo stend ég upp og fer að borga, með hana alltaf í sjónlínu. Þegar ég er svo að stimpla inn pin númerið þá sé ég hana eins og blettatígur sem er búinn að finna bráðina.“ „Hún er að búa sig undir að standa upp til að gera eitthvað og ég hugsa bara guð minn góður og hraða mér að borðinu. Hún stendur upp og ég næ ekki að stoppa hana, þar til hún stendur yfir Friðriki krónprins af Danmörku.“ Inga beygir sig þá niður og hvíslar í eyrað hans en Gói efast um að nokkur maður hafi áður gert það, þar sem það gilda ákveðnar reglur um það hvernig þú átt að nálgast konungsfólk. En Inga brýtur allar reglur og spyr prinsinn á góðri dönsku: „Er du fuld?“ en við þetta missti Gói andlitið. „En bara svo það sé sagt þá vorum á deiti með syni okkar og það var ekki míkró millilíter af áfengi í blóðinu okkar,“ tekur Gói fram. Prinsinn stendur hins vegar upp og á í kjölfarið gott spjall við þau Ingu og Góa. Þau yfirgáfu loks veitingastaðinn og var Inga himinlifandi með að hafa spjallað við sjálfan krónprinsinn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Góa og Ingu í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00 Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00 Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50 Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. 8. desember 2021 20:00
Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00
Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50
Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31