Sænska síðan FotbollDirekt greinir frá þessu. Í frétt hennar segir að Milos sé á leið til Belgrad í viðræður við Rauðu stjörnuna á næstunni. Dejan Stankovic, þjálfari liðsins, hefur verið sterklega orðaður við félagslið á Ítalíu og því gæti staðan hjá þessu fornfræga liði losnað fyrr en seinna.
Milos þekkir vel til hjá Rauðu stjörnunni en hann var aðstoðarþjálfari liðsins á árunum 2019-21.
Milos var rekinn frá Hammarby eftir að hann fór til Þrándheims í viðræður við Rosenborg án leyfis félagsins.
Hér á landi þjálfari Milos Víking og Breiðablik. Hann var einnig þjálfari sænska liðsins Mjällby um tíma.