Hamilton sleginn til riddara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2021 20:30 Sir Lewis Hamilton. Andrew Matthews/Getty Images Sir Lewis Hamilton - sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri - var í dag sleginn til riddara. Aðeins eru örfáir dagar síðan Hamilton tapaði heimsmeistaratitli sínum til Max Verstappen í Abú Dabí kappakstrinum eftir gríðarlega dramatík. Á sunnudaginn var tapaði Hamilton kappakstri sem fer í sögubækurnar. Dramatík á brautinni sem og eftir að keppni var lokið sá til þess. Með sigri hefði Hamilton skráð sig í sögubækurnar sem sigursælasti ökumaður í sögu Formúlu 1. Hann þurfti hins vegar að lúta í gras fyrir Hollendingnum Max Verstappen sem vann þar með sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Í dag var Hamilton svo sleginn til riddara í heimalandi sínu, Englandi. Hann er fjórði ökumaður Formúlu 1 sem áskotnast slíkur heiður. Ólíkt þeim Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart er Hamilton enn að keppa, eða tiltölulega nýhættur en óvíst er hvort þessi magnaði íþróttamaður haldi áfram eður ei. Arise Sir @LewisHamilton!The seven-time @F1 World Champion received his Knighthood from The Prince of Wales at today's Investiture ceremony held at Windsor Castle. pic.twitter.com/I3xicKLLYp— The Royal Family (@RoyalFamily) December 15, 2021 Hamilton er samningsbundinn út næsta keppnistímabil en hefur ýjað að því að þetta gæti hafa verið hans síðasta tímabil. Formúla Bretland Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Á sunnudaginn var tapaði Hamilton kappakstri sem fer í sögubækurnar. Dramatík á brautinni sem og eftir að keppni var lokið sá til þess. Með sigri hefði Hamilton skráð sig í sögubækurnar sem sigursælasti ökumaður í sögu Formúlu 1. Hann þurfti hins vegar að lúta í gras fyrir Hollendingnum Max Verstappen sem vann þar með sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Í dag var Hamilton svo sleginn til riddara í heimalandi sínu, Englandi. Hann er fjórði ökumaður Formúlu 1 sem áskotnast slíkur heiður. Ólíkt þeim Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart er Hamilton enn að keppa, eða tiltölulega nýhættur en óvíst er hvort þessi magnaði íþróttamaður haldi áfram eður ei. Arise Sir @LewisHamilton!The seven-time @F1 World Champion received his Knighthood from The Prince of Wales at today's Investiture ceremony held at Windsor Castle. pic.twitter.com/I3xicKLLYp— The Royal Family (@RoyalFamily) December 15, 2021 Hamilton er samningsbundinn út næsta keppnistímabil en hefur ýjað að því að þetta gæti hafa verið hans síðasta tímabil.
Formúla Bretland Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira