Af línunni, í markið og í landsliðið á níu árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 11:01 Saga Sif Gísladóttir er með rúmlega fjörutíu prósent hlutfallsmarkvörslu í Olís-deild kvenna. vísir/Hulda Margrét Saga Sif Gísladóttir, 26 ára gamall markvörður Vals og íslenska landsliðsins, byrjaði afar seint að æfa mark, eða þegar hún var sautján ára. „Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni