Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021 Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2021 15:46 10 aðilar eru tilnefndir sem Maður ársins 2021. Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2021 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2021 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira