Maxwell neitaði að bera vitni Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 23:36 Ghislaine Maxwell sagðist ekki þurfa að bera vitni því saksóknurum hefði ekki tekist að sanna sekt hennar. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Búist er við því að málflutningur í málinu fari fram á mánudaginn. Eftir það munu kviðdómendur þurfa að komast að niðurstöðu um hvort sakfella eigi Maxwell eða ekki. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Dómari málsins spurði Maxwell hvort hún vildi bera vitni og sagði hana eiga rétt á því að gera það, eða ekki. Hún svaraði á þá leið að saksóknurum hefði ekki tekst að sanna mál þeirra gegn henni svo það væri engin ástæða fyrir hana til að bera vitni, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Eva Andersson Dubin, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð og læknir í New York, bar vitni fyrir hönd Maxwell en hún var einnig kærasta Epsteins um tíma, áður en hann og Maxwell tóku saman. Hún sagðist hafa treyst Epstein fyrir ungum dætrum sínum og þvertók fyrir að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn þar sem eitt meint fórnarlamb Epsteins segir að brotið hafi verið á sér. Sú hefur haldið því fram að kona sem kölluð var Eva hafi tekið þátt í athöfninni. Eva Andersson Dubin bar vitni fyrir hönd Maxwell.AP/Elizabeth Williams Hún sagðist einnig aldrei hafa orðið vitni að því að Epstein hafi hagað sér á óviðeigandi hátt í garð ungra kvenna. AP fréttaveitan segir frá því að Andersson hafi sagt saksóknurum að hún ætti í erfiðleikum með að muna langt aftur í tímann en brotið á að hafa átt sér stað. Þá er tekið fram í frétt fréttaveitunnar að Andersson og eiginmaður hennar stóðu þétt við bakið á Epstein og lýstu yfir stuðningi við hann þegar hann var ákærður og sakfelldur fyrir kynferðisbrot í Flórída árið 2008. Þá hefur kona sem sakað hefur Epstein um að brjóta á sér haldið því fram að eiginmaður Andersson, sem heitir Glenn Dubin, hafi einnig brotið á sér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Búist er við því að málflutningur í málinu fari fram á mánudaginn. Eftir það munu kviðdómendur þurfa að komast að niðurstöðu um hvort sakfella eigi Maxwell eða ekki. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Dómari málsins spurði Maxwell hvort hún vildi bera vitni og sagði hana eiga rétt á því að gera það, eða ekki. Hún svaraði á þá leið að saksóknurum hefði ekki tekst að sanna mál þeirra gegn henni svo það væri engin ástæða fyrir hana til að bera vitni, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Eva Andersson Dubin, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð og læknir í New York, bar vitni fyrir hönd Maxwell en hún var einnig kærasta Epsteins um tíma, áður en hann og Maxwell tóku saman. Hún sagðist hafa treyst Epstein fyrir ungum dætrum sínum og þvertók fyrir að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn þar sem eitt meint fórnarlamb Epsteins segir að brotið hafi verið á sér. Sú hefur haldið því fram að kona sem kölluð var Eva hafi tekið þátt í athöfninni. Eva Andersson Dubin bar vitni fyrir hönd Maxwell.AP/Elizabeth Williams Hún sagðist einnig aldrei hafa orðið vitni að því að Epstein hafi hagað sér á óviðeigandi hátt í garð ungra kvenna. AP fréttaveitan segir frá því að Andersson hafi sagt saksóknurum að hún ætti í erfiðleikum með að muna langt aftur í tímann en brotið á að hafa átt sér stað. Þá er tekið fram í frétt fréttaveitunnar að Andersson og eiginmaður hennar stóðu þétt við bakið á Epstein og lýstu yfir stuðningi við hann þegar hann var ákærður og sakfelldur fyrir kynferðisbrot í Flórída árið 2008. Þá hefur kona sem sakað hefur Epstein um að brjóta á sér haldið því fram að eiginmaður Andersson, sem heitir Glenn Dubin, hafi einnig brotið á sér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55
Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02