Mohammed Ben Sulayem, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, sagði reglurnar vera nokkuð skýrar. Efstu þrír ökuþórarnir verða að mæta á verðlaunaafhendinguna og það væri útrætt mál af hans hálfu.
Í ljósa orða Ben Sulayem þá má teljast líklegt að Hamilton og mögulega Mercedes verði sektuð. Forsvarsmenn liðsins eru enn æfir eftir það sem fram fór í lokakappakstrinum í Abu Dhabi og ætla sér að kæra úrslitin eins langt og þeir mögulega geta. Toto Wolff hefur látið hafa eftir sér að Hamilton hafi hreinlega verið rændur titlinum og hann gæti ekki lofað að Hamilton myndi keppa á næsta keppnistímabili.
The 2021 Formula 1 World Champion pic.twitter.com/gzRuSO40TL
— Max Verstappen (@VerstappenCOM) December 16, 2021
Sigurvegari keppninnar, Max Verstappen, var þó að sjálfsögðu mættur til Parísar klæddur í sitt fínasta púss.