Fótbolti

Leik Aston Villa og Burnley frestað | Verður spilað í Leeds?

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Sean Dyche er þjálfari Burnley
Sean Dyche er þjálfari Burnley EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Enn einum leiknum hefur verið frestað í ensku úrvalsdeildinni vegna uppgangs Kórónuveirunnar. Burnley átti að mæta til Birmingham að spila við Aston Villa en nú er ljóst að svo verður ekki. Einungis einn leikur er enn á dagskránni.

Öllum leikjunum sem eiga að fara fram klukkan þrjú hefur verið frestað sem og leik Manchester United og Brighton. Þá hefur einum fimm leikjum verið frestað í ensku Championship deildinni.

Pressan eykst á forráðamenn deildarinnar að hreinlega fresta deildinni framyfir áramót til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar á meðal leikmanna og starfsliða liðanna í deildinni. Margir eru þó ekki spenntir fyrir því enda enski boltinn mikilvægur hluti af jólahaldi bæði í Bretlandi sem og hér heima á Íslandi.

Einn leikur er ennþá á dagskránni í dag en það er leikur Leeds og Arsenal sem fer fram klukkan 17:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×