Handbolti

Bjarki Már markahæstur í miklum markaleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. vísir/getty

77 mörk voru skoruð í Íslendingaslag Stuttgart og Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Leikurinn var hraður og fjörugur en gestirnir í Lemgo höfðu eins marks forystu í leikhléi, 17-18. Fór að lokum svo að Lemgo vann þriggja marka sigur, 37-40.

Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með níu mörk úr tólf skotum.

Viggó Kristjánsson var næstmarkahæstur í liði Stuttgart með sex mörk úr sjö skotum en Andri Már Rúnarsson nýtti sitt eina skot í leiknum fyrir Stuttgart.

Á sama tíma lék Ýmir Örn Gíslason með Rhein Neckar Löwen sem vann öruggan tíu marka sigur á Lubecke, 35-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×