Maðurinn á að hafa ruðst inn í hofið, og inn í hvelfingu þar sem Guru Granth Sahib, helgasta bók Síka er geymd. Þá á hann að hafa snert heilagt sverð í hofinu en var fljótlega yfirbugaður af æstum múg.
Lögregla segir að maðurinn hafi verið látinn þegar hún kom á vettvang en atvikið náðist á myndband. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.
Aðeins tveir dagar eru síðan maður var handtekinn fyrir að hafa kastað lítilli útgáfu af Guru Granth Sahib, helgustu bók Síka, í laug sem umlykur Gullna hofið.