Innlent

Sprengi­sandur: Bólu­setningar­skylda, fjár­lögin, kristin trú og blóð­mera­hald

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Í þætti dagsins verður farið yfir sögu Marteins Lúther og kristna trú með Ásmundi Stefánssyni, fyrrverandi forseta ASÍ og bankastjóra. 

Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson lögmaður mæta til Kristjáns og rökræða bólusetningarskyldu við Covid-19. Er skyldan óhjákvæmileg eða óhugsandi skerðing á frelsi mannsins? Þessari spurningu - og fleirum - verður svarað í þætti dagsins.

Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, ræðir pólitík við Ingu Sæland úr Flokki fólksins og Jóhann Pál Jóhannsson, nýjan þingmann Samfylkingarinnar. Rætt verður um fjárlögin og hvað veldur því að marga sárvanti fjármuni til að sjá sér farborða.

Undir lok þáttar mætir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir og ræðir um blóðmerahald en það hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikur og var meðal annars sagt eitt versta dýraverndarmál sögunnar hér í síðasta þætti. Dýralæknar fylgjast með starfseminni og ljóst er að mörgum þeirra fellur illa að sitja undir slíku ámæli.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×